Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 10:10 El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Vísir/AP Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur. Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56