Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 10:10 El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Vísir/AP Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur. Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56