„Við erum öll öskrandi fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:30 Tólfan ætlar að gera sitt til að Ísland komist á EM. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54