Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 16:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hópur manna vildi ræna henni og rétt yfir henni fyrir landráð. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig. Bandaríkin Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig.
Bandaríkin Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent