Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 09:31 Lars Lagerbäck fer ekki með norska landsliðið á Evrópumót eins og hann gerði með það íslenska. Getty/Quality Sport Images Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira