Erlent

Manns saknað eftir hákarlaárás í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hákarlaárásir þykja tíðar á svæðinu við bæinn Esperance. Svæðið er þó vinsælt meðal brimbrettiðkenda.
Hákarlaárásir þykja tíðar á svæðinu við bæinn Esperance. Svæðið er þó vinsælt meðal brimbrettiðkenda. Getty/James D. Morgan

Lögreglan í Ástralíu segir að manns sé saknað og talið er að hann hafi lent í hákarlaárás þegar hann var á brimbretti undan suðvesturströnd landsins í dag. Brimbretti mannsins fannst á floti en maðurinn sjálfur hefur ekki fundist. Áður en brimbrettið fannst barst lögreglunni tilkynning um mögulega hákarlaárás frá vitni.

Samkvæmt 9News voru bitför á brimbrettinu og lögreglan segir litlar líkur á því að maðurinn finnist á lífi. Leit hefur verið hætt í bili.

Fyrr í vikunni komst brimbrettakappinn Matt Wilkinson í mikið návígi við hákarl, án þess að verða var við hann.

Árásin í dag átti sér stað nærri bænum Esperance.

Hákarlaárásir þykja nokkuð algengar á svæðinu. Fyrir þess hafa minnst fimm átt sér stað og þar af tvær banvænar. Kafari dó í hákarlaárás í janúar og fyrir þremur árum dó 17 ára stúlka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×