Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 22:00 Boeing 757 þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Vísir. Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar: Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þotan Öræfajökull flaug í gær í síðasta sinn frá Íslandi þegar flugmenn Icelandair flugu henni til niðurrifs í Kansas í Bandaríkjunum. Í morgun flaug svo þotan Snæfellsjökull vestur um haf, sú fyrsta af níu sem fara til geymslu í eyðimörk þar til betur árar. Þotan Öræfajökull, TF-ISL, flaug í síðasta sinn frá Íslandi í gær.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En rétt eins og sauðfjárbændur ákveða nú á haustdögum hvaða kindum verði slátrað þurfa ráðamenn Icelandair jafnframt að ákveða hve margar þotur verði á vetur setjandi. „Við vorum með svona 36 vélar, eitthvað svoleiðis, þegar við vorum í sem allra mestum rekstri hérna á síðustu tveimur árum. Í dag eru þetta.. í raun og veru þarf 2-3 farþegavélar til að uppfylla þörfina sem við fljúgum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Einar Árnason. Stórum hluta Boeing 757 flotans var strax í vor lagt til langtímageymslu á útistæðum við Leifsstöð. Það þótti í lagi í sumar en þykir verra í íslenskum vetri á Miðnesheiði. „Þá fer að blása, það er selta í loftinu, sem gera þetta ekkert sérstaklega hentugan stað til að geyma flugvélar. Við sendum þær til Roswell í New Mexico að þessu sinni, sem er hálfgerð eyðimörk.“ Þrjár þotur hafa verið seldar. „Það er alltaf gaman að sjá vélarnar öðlast framhaldslíf. Þær eru að fara í fraktbreytingu þessar þrjár og fara síðan í rekstur væntanlega hjá amerískum flugrekstraraðila,“ segir Jens. Fjórar verða rifnar í varahluti, þar af tvær í Keflavík. Úr flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Mynd/Stöð 2. „Ef allt gengur upp hjá okkur, þá erum við að prófa í fyrsta skipti núna á næstu vikum að rífa flugvélar hér í Keflavík. Það er mjög spennandi verkefni. Það þýðir auðvitað að við höfum meiri stjórn á ferlinu, getum tryggt það að við höfum hámarks aðgengi að þeim hlutum sem við viljum sannarlega nýta í okkar vélum. Þetta býr líka til störf og nýja þekkingu, sem er verðmætt í þessu ástandi,“ segir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir réttu ári var byrjað að ferja Boeing 737 MAX-vélar Icelandair til Spánar:
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. 28. maí 2020 22:39