Højbjerg er spenntur fyrir tíunda leiknum á rétt rúmum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 11:50 Það hefur gengið ágætlega í síðustu tveimur leikjum Pierre-Emile Højbjerg. 6-1 sigur á Man Utd á Old Trafford og svo 4-0 sigur gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Alex Livesey/Getty Images Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55