Þrír íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og fögnuðu þeir allir tveimur stigum.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum þegar lið hans, Bergischer, vann fimm marka útisigur á Nordhorn.
Á sama tíma vann Rhein Neckar Löwen sex marka sigur á Tusem Essen á heimavelli, 33-27.
Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason léku báðir með Löwen í dag og gerðu eitt mark hvor.