Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 19:01 Niðurstöður rannsóknar vísindastofnunar Ástralíu gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað á símaskjám og fleiri flötum í allt að 28 daga. Getty Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12