LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 02:25 LeBron James og Anthony Davis fagna saman í nótt þegar titillinn var í höfn. Getty/Douglas P. DeFelice Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur. NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur.
NBA Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira