Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. október 2020 07:58 Amy Coney Barrett tekur við tilnefningu Trumps forseta á dögunum. Athöfnin var í Rósagarðinum í Hvíta húsinu og hefur verið harðlega gagnrýnd í ljósi þess að svo virðist sem hluti gestanna hafi smitast af kórónuveirunni en litlar sem engar tilraunir voru gerðar til að hafa smitvarnir í lagi á samkomunni. Jabin Botsford/ Getty Images Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira