Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:00 Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira