Við viljum gera vel en… Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2020 13:00 Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun