Skrefin sem við þurfum að taka Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2020 13:01 Píratar leggja mikla áherslu á upplýsta ákvarðanatöku og beint lýðræði. Með það að markmiði höfum við lagt spurningar fyrir viðhorfahóp Gallup þar sem við spyrjum hvernig fólk vill að Alþingi forgangsraði almannafé. Þingflokkurinn lætur framkvæma könnunina árlega til að draga fram hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum og um leið sjá hvernig áherslur landsmanna breytast á milli ára. Niðurstöðurnar undanfarin ár hafa verið mjög skýrar. Heilbrigðiskerfið hefur ávallt verið í fyrsta sæti Samneysla frekar en skattalækkanir Í ár eykst áhersla landsmanna á að þingheimur verji auknu fjármagni í almannatryggingar og velferðarmál, löggæslu og öryggismál. Þegar svör aðspurðra eru tekin saman má sjá að heilbrigðismál eru efst í forgangsröðun landsmanna, því næst mennta- og fræðslumál og síðan almannatryggingar og velferðarmál. Ljóst er af svörunum að aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir. Þannig er næstum þrefalt meiri stuðningur við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga og fimmfalt meiri þegar litið er til lækkun virðisaukaskatts. Neðst í forgangsröðun Íslendinga eru lækkun auðlindagjalda og aukin framlög til sjávarútvegsmála og kirkjunnar. Áskoranir í ástandinu Við stöndum frammi fyrir risavöxnum áskorunum á næstu árum. Íslendingar eru hins vegar rík þjóð og mun komast í gegnum þetta ástand. Það er engu að síður mikilvægt að lágmarka þann skaða sem við höfum orðið fyrir og verja heilsu og viðurværi fólks í landinu. Við megum ekki ganga í gegnum annað hruntímabil þar sem langvarandi atvinnuleysi leiðir til þess að fólk missi húsnæðið sitt út af tímabundnu ástandi. Því verðum við að tryggja að ný störf komi í stað þeirra sem hagkerfið okkar hefur glatað. Það er ekki ásættanlegt að bíða fram til ársins 2026, þegar ætlað er að ferðaþjónustan hafi náð sér á sambærilegt ról aftur. Það er réttlætismál að þau okkar sem treysta á opinbera framfærslu fái einnig þá launahækkun sem lægstu laun fengu í lífskjarasamningum. Það er líka efnahagslega góð ákvörðun að bæta kjör þeirra hópa því þau eru drifkraftur í hringrás hagkerfisins. Lausn sem virkar Forgangsröðunin er skýr. Það eina sem Alþingi þarf að gera er að hlusta. Það þarf að efla viðbragðsgetu heilbrigðiskerfisins, beita ríkisfjármálunum til að búa til 15 þúsund ný og varanleg störf á næstu tveimur árum og auka getu samfélagsins til þess að búa til fjölbreyttari störf. Því fyrr því betra. Hið opinbera þarf einnig að vera tilbúið til þess að bregðast við verri þróun með um 10 þúsund tímabundin eða varanleg störf til viðbótar. Til þess þarf að leggja höfuðáherslu á nýsköpun – út um allt land. Þar eru í boði gríðarlega mörg og fjölbreytt tækifæri sem skortir bara fjármagn. Þar er fjármunum mun betur varið til lengri tíma en að greiða atvinnuleysisbætur. Ábatinn af nýsköpunarstarfsemi hefur alltaf skilað sér. Grundvöll nýsköpunar til lengri tíma er svo að finna í menntakerfinu. Þar þarf meiri áherslu á starfrænar smiðjur, grunnrannsóknir, verk- og iðnmennt og kennslu. Kennarar eru ekki síður mikilvæg stétt í endurkomu okkar úr þessu ástandi en heilbrigðisstarfsfólk, sem er ótækt að þurfi að leita á náðir gerðardóms til að fá réttlátar kjarabætur. Í stærra samhengi þess að hafa sjálfbært samfélag þá þurfum við að huga betur að öryggisneti okkar allra. Hvernig við tryggjum grunnframfærslu, lágmarkslaun og losum okkur við skerðingargildrur fátæktar. Framtíðarhagkerfið er sjálfbært sem vinnur að velsæld allra frá grasrót og upp. Sjálfbærni og nýsköpun byrjar á öruggum grunni fyrir alla. Punkturinn yfir i-ið Síðast en ekki síst er lýðræðið okkur hugleikið og þar sjáum við enn og aftur mikilvægi nýrrar stjórnarskrár sem lykilatriði í næstu skrefum Íslands inn í framtíðina. Ný stjórnarskrá, grundvölluð á tillögum stjórnlagaráðs, er til lengri tíma stærsta umhverfismálið okkar, stærsta lýðræðismálið, stærsta efnahagsmálið og stærsta réttindamálið. Ný stjórnarskrá veitir stjórnvöldum betra aðhald sem leiðir til faglegra vinnubragða og stuðlar að minni sóun til framtíðar. Inngangsorð frumvarps stjórnlagaráðs gefa tóninn, sem ætti að vera okkur leiðarstef nú sem endranær: „Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.“ Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Píratar leggja mikla áherslu á upplýsta ákvarðanatöku og beint lýðræði. Með það að markmiði höfum við lagt spurningar fyrir viðhorfahóp Gallup þar sem við spyrjum hvernig fólk vill að Alþingi forgangsraði almannafé. Þingflokkurinn lætur framkvæma könnunina árlega til að draga fram hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum og um leið sjá hvernig áherslur landsmanna breytast á milli ára. Niðurstöðurnar undanfarin ár hafa verið mjög skýrar. Heilbrigðiskerfið hefur ávallt verið í fyrsta sæti Samneysla frekar en skattalækkanir Í ár eykst áhersla landsmanna á að þingheimur verji auknu fjármagni í almannatryggingar og velferðarmál, löggæslu og öryggismál. Þegar svör aðspurðra eru tekin saman má sjá að heilbrigðismál eru efst í forgangsröðun landsmanna, því næst mennta- og fræðslumál og síðan almannatryggingar og velferðarmál. Ljóst er af svörunum að aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir. Þannig er næstum þrefalt meiri stuðningur við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga og fimmfalt meiri þegar litið er til lækkun virðisaukaskatts. Neðst í forgangsröðun Íslendinga eru lækkun auðlindagjalda og aukin framlög til sjávarútvegsmála og kirkjunnar. Áskoranir í ástandinu Við stöndum frammi fyrir risavöxnum áskorunum á næstu árum. Íslendingar eru hins vegar rík þjóð og mun komast í gegnum þetta ástand. Það er engu að síður mikilvægt að lágmarka þann skaða sem við höfum orðið fyrir og verja heilsu og viðurværi fólks í landinu. Við megum ekki ganga í gegnum annað hruntímabil þar sem langvarandi atvinnuleysi leiðir til þess að fólk missi húsnæðið sitt út af tímabundnu ástandi. Því verðum við að tryggja að ný störf komi í stað þeirra sem hagkerfið okkar hefur glatað. Það er ekki ásættanlegt að bíða fram til ársins 2026, þegar ætlað er að ferðaþjónustan hafi náð sér á sambærilegt ról aftur. Það er réttlætismál að þau okkar sem treysta á opinbera framfærslu fái einnig þá launahækkun sem lægstu laun fengu í lífskjarasamningum. Það er líka efnahagslega góð ákvörðun að bæta kjör þeirra hópa því þau eru drifkraftur í hringrás hagkerfisins. Lausn sem virkar Forgangsröðunin er skýr. Það eina sem Alþingi þarf að gera er að hlusta. Það þarf að efla viðbragðsgetu heilbrigðiskerfisins, beita ríkisfjármálunum til að búa til 15 þúsund ný og varanleg störf á næstu tveimur árum og auka getu samfélagsins til þess að búa til fjölbreyttari störf. Því fyrr því betra. Hið opinbera þarf einnig að vera tilbúið til þess að bregðast við verri þróun með um 10 þúsund tímabundin eða varanleg störf til viðbótar. Til þess þarf að leggja höfuðáherslu á nýsköpun – út um allt land. Þar eru í boði gríðarlega mörg og fjölbreytt tækifæri sem skortir bara fjármagn. Þar er fjármunum mun betur varið til lengri tíma en að greiða atvinnuleysisbætur. Ábatinn af nýsköpunarstarfsemi hefur alltaf skilað sér. Grundvöll nýsköpunar til lengri tíma er svo að finna í menntakerfinu. Þar þarf meiri áherslu á starfrænar smiðjur, grunnrannsóknir, verk- og iðnmennt og kennslu. Kennarar eru ekki síður mikilvæg stétt í endurkomu okkar úr þessu ástandi en heilbrigðisstarfsfólk, sem er ótækt að þurfi að leita á náðir gerðardóms til að fá réttlátar kjarabætur. Í stærra samhengi þess að hafa sjálfbært samfélag þá þurfum við að huga betur að öryggisneti okkar allra. Hvernig við tryggjum grunnframfærslu, lágmarkslaun og losum okkur við skerðingargildrur fátæktar. Framtíðarhagkerfið er sjálfbært sem vinnur að velsæld allra frá grasrót og upp. Sjálfbærni og nýsköpun byrjar á öruggum grunni fyrir alla. Punkturinn yfir i-ið Síðast en ekki síst er lýðræðið okkur hugleikið og þar sjáum við enn og aftur mikilvægi nýrrar stjórnarskrár sem lykilatriði í næstu skrefum Íslands inn í framtíðina. Ný stjórnarskrá, grundvölluð á tillögum stjórnlagaráðs, er til lengri tíma stærsta umhverfismálið okkar, stærsta lýðræðismálið, stærsta efnahagsmálið og stærsta réttindamálið. Ný stjórnarskrá veitir stjórnvöldum betra aðhald sem leiðir til faglegra vinnubragða og stuðlar að minni sóun til framtíðar. Inngangsorð frumvarps stjórnlagaráðs gefa tóninn, sem ætti að vera okkur leiðarstef nú sem endranær: „Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.“ Höfundur er þingmaður Pírata.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun