Gjörólíkir og óvenjulegir kosningafundir hvor á sinni sjónvarpsstöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 07:25 Donald Trump var í Flórída en Joe Biden í Pennsylvaníu. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira