Hjartanlega velkomin! Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 16. október 2020 15:30 Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun