Átta milljónir kórónuveirusmita í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 07:52 Faraldurinn er í töluverðum vexti vestanhafs um þessar mundir og hefur metfjöldi tilfella verið staðfestur í mörgum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Vísir/Getty Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01