Að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 18. október 2020 09:01 Sem kona og tilfinningavera hef ég oft verið sökuð um að láta tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur. Í ofanálag er ég með ADHD og upplifi þar af leiðandi oft ýktari tilfinningasveiflur en þau ykkar sem ekki hafa þetta dásamlega tilbrigði. Sem femínisti hef ég löngum haft mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar metur tilfinningar lítils og hversu oft reynt er að koma inn skömm hjá fólki fyrir að sýna tilfinningar. Það er nánast eins og það sé ekki tilviljun hverjir megi hafa tilfinningar og hvernig. Þegar ég arkaði inn í lagadeild háskóla Íslands í kringum aldamótin hafði ég háleit markmið um verða mannréttindalögmaður. Það kom mér á óvart hversu mikið kennslan þar miðaði að því að draga úr eldhugum eins og mér og nánast gera lítið úr þeim. Svo mikið að ég hætti námi eftir almennuna og söðlaði um í kennaranámi í eina önn og svo þroskaþjálfanámi sem ég kláraði. Þegar ég fór að vinna með fötluðu fólki var ég agndofa yfir því hversu litla mannréttindavernd þessi hópur nýtur í samfélaginu. Oft erum að ræða einstaklinga sem vita ekki sjálfir að þeir eigi réttindi og starfsfólk sem er ekkert sérstaklega upplýst um það heldur og þá eru mannréttindi þeirra einhvern veginn ekki til í þeim raunveruleika. Þvingun, nauðung, brot á friðhelgi einkalífs og önnur mannréttindabrot voru daglegt brauð. Það var þá sem ég fann drifkraftinn til að fara aftur og klára lögfræðina. Þegar ég talaði við deildarforseta um að mig langaði að skrifa BA-ritgerðina mína um réttindi fatlaðs fólks fékk ég viðbrögðin: „Helga, þú veist að fatlað fólk á ekkert rétt á öllu, og lögmenn sem koma fram í fjölmiðlum og halda slíku fram, þeir eru bara ótrúverðugir.“ Áherslan á pósitívisma var ríkjandi í náminu og talað var um fyrirsjáanleika sem grunngildi réttarríkisins. Ábendingum mínum um að það væru líka til lagakenningar sem fjölluðu um réttlæti og sanngirni sem grunngildi réttarríkisins féllu ekki í kramið. Sem lögfræðingar eigum við nú ekki að stjórnast af tilfinningum eins og réttlæti. Þessu hef ég átt mjög erfitt með að kyngja. Réttlæti er vissulega tilfinning en sú tilfinning á svo sannarlega rétt á sér. Reyndar trúi ég því að allar tilfinningar eigi rétt á sér og það skipti mjög miklu máli að umfaðma þær og lesa skilaboðin sem þær bera okkur. Reiði er til dæmis gagnleg ábending um að einhver hafi farið yfir mörk eða gert eitthvað ósanngjarnt og ég þurfi að bregðast við. Svo er það óttinn, sem stundum tekur öll völd og kemur í veg fyrir að ég tjái mig eða framkvæmi í samræmi við gildin mín og þá líður mér illa. Ég reyni að kenna börnunum mínum mikilvægi hugrekkis, en eins og við skilgreinum hugrekki þá er það ekki að vera óttalaus, heldur gera það sem þarf að gera án þess að láta óttann stjórna okkur. Ein dýrmætasta tilfinningin sem ég á er samkenndin, hæfileikinn til að geta sett mig í spor annarra og fundið til með öðrum. Það er tilfinningin sem hvetur mig til að vinna stöðugt að jafnrétti og berjast gegn mismunun hvar sem hún birtist. Tilfinningarnar hafa ólík áhrif og toga okkur í mismunandi áttir. Ástin og kærleikurinn eru umvefjandi tilfinningar vaxtar og samvinnu grundvallaðar í dýpri sannleik um raunverulega einingu allra hluta. Þetta eru þær tilfinningar sem knýja okkur áfram til að hugsa út fyrir okkur sjálf. Finna til samkenndar með náunganum, umhyggju fyrir dýrum og náttúrunni. Óttinn er tilfinning, sem hefur þveröfug áhrif. Óttinn dregur athyglina saman svo við hugsum einungis um okkur sjálf og eigin lífsafkomu. Þetta er tilfinningin sem knýr áfram græðgi, samkeppni og yfirráð. Því miður er það oft óttinn við að við séum ekki nóg og það sé ekki til nóg handa öllum sem drífur áfram nútíma samfélag. Samfélag sem heldur úti stöðugum kröfum um að gera meira og hlaupa hraðar því við kunnum ekki annað en að mæla virði í skilvirkni, gróða og hagnaði. Fórnarkostnaður þess að lifa í ótta er gífurlegur, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Af öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja er ljóst að breytinga er þörf ef mannkynið ætlar að lifa af sem tegund. Samt virðist eins og það sé ómögulegt að skipta um gír. Valdhöfum gengur illa að setja sér mörk og tempra vald sitt og auðurinn þjappast sífellt á færri hendur. Það þarf að innleiða önnur gildi sem standa vörð um náttúruna, mannréttindi og möguleika komandi kynslóða til lífs. Allt eru þetta þau gildi sem nýja stjórnarskráin grundvallast á og þess vegna er krafan um nýju stjórnarskránna miklu stærri en krafan um grunnlögin í landinu. Hún er krafan um að við endurskoðum þau gildi sem við leggjum til grundvallar. Ætlum við að stjórnast af kærleika, samkennd og virðingu fyrir hvert öðru og náttúrunni? Trúum við því að hér sé til nóg til að mæta þörfum allra? Eða ætlum við að verða óttanum að bráð og leyfa þeim sem mest hafa völdin að halda áfram að tryggja sig og sína á kostnað heildarinnar og framtíðarinnar? Nú þegar hafa rúmlega 39.000 kjósenda skrifað undir kröfuna um lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar með staðfestum hætti. Enn eru rétt tæpir tveir dagar eftir af undirskriftarsöfnuninni! Hvaða gildi ætlum við að leggja til grundvallar? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Sem kona og tilfinningavera hef ég oft verið sökuð um að láta tilfinningarnar mínar hlaupa með mig í gönur. Í ofanálag er ég með ADHD og upplifi þar af leiðandi oft ýktari tilfinningasveiflur en þau ykkar sem ekki hafa þetta dásamlega tilbrigði. Sem femínisti hef ég löngum haft mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar metur tilfinningar lítils og hversu oft reynt er að koma inn skömm hjá fólki fyrir að sýna tilfinningar. Það er nánast eins og það sé ekki tilviljun hverjir megi hafa tilfinningar og hvernig. Þegar ég arkaði inn í lagadeild háskóla Íslands í kringum aldamótin hafði ég háleit markmið um verða mannréttindalögmaður. Það kom mér á óvart hversu mikið kennslan þar miðaði að því að draga úr eldhugum eins og mér og nánast gera lítið úr þeim. Svo mikið að ég hætti námi eftir almennuna og söðlaði um í kennaranámi í eina önn og svo þroskaþjálfanámi sem ég kláraði. Þegar ég fór að vinna með fötluðu fólki var ég agndofa yfir því hversu litla mannréttindavernd þessi hópur nýtur í samfélaginu. Oft erum að ræða einstaklinga sem vita ekki sjálfir að þeir eigi réttindi og starfsfólk sem er ekkert sérstaklega upplýst um það heldur og þá eru mannréttindi þeirra einhvern veginn ekki til í þeim raunveruleika. Þvingun, nauðung, brot á friðhelgi einkalífs og önnur mannréttindabrot voru daglegt brauð. Það var þá sem ég fann drifkraftinn til að fara aftur og klára lögfræðina. Þegar ég talaði við deildarforseta um að mig langaði að skrifa BA-ritgerðina mína um réttindi fatlaðs fólks fékk ég viðbrögðin: „Helga, þú veist að fatlað fólk á ekkert rétt á öllu, og lögmenn sem koma fram í fjölmiðlum og halda slíku fram, þeir eru bara ótrúverðugir.“ Áherslan á pósitívisma var ríkjandi í náminu og talað var um fyrirsjáanleika sem grunngildi réttarríkisins. Ábendingum mínum um að það væru líka til lagakenningar sem fjölluðu um réttlæti og sanngirni sem grunngildi réttarríkisins féllu ekki í kramið. Sem lögfræðingar eigum við nú ekki að stjórnast af tilfinningum eins og réttlæti. Þessu hef ég átt mjög erfitt með að kyngja. Réttlæti er vissulega tilfinning en sú tilfinning á svo sannarlega rétt á sér. Reyndar trúi ég því að allar tilfinningar eigi rétt á sér og það skipti mjög miklu máli að umfaðma þær og lesa skilaboðin sem þær bera okkur. Reiði er til dæmis gagnleg ábending um að einhver hafi farið yfir mörk eða gert eitthvað ósanngjarnt og ég þurfi að bregðast við. Svo er það óttinn, sem stundum tekur öll völd og kemur í veg fyrir að ég tjái mig eða framkvæmi í samræmi við gildin mín og þá líður mér illa. Ég reyni að kenna börnunum mínum mikilvægi hugrekkis, en eins og við skilgreinum hugrekki þá er það ekki að vera óttalaus, heldur gera það sem þarf að gera án þess að láta óttann stjórna okkur. Ein dýrmætasta tilfinningin sem ég á er samkenndin, hæfileikinn til að geta sett mig í spor annarra og fundið til með öðrum. Það er tilfinningin sem hvetur mig til að vinna stöðugt að jafnrétti og berjast gegn mismunun hvar sem hún birtist. Tilfinningarnar hafa ólík áhrif og toga okkur í mismunandi áttir. Ástin og kærleikurinn eru umvefjandi tilfinningar vaxtar og samvinnu grundvallaðar í dýpri sannleik um raunverulega einingu allra hluta. Þetta eru þær tilfinningar sem knýja okkur áfram til að hugsa út fyrir okkur sjálf. Finna til samkenndar með náunganum, umhyggju fyrir dýrum og náttúrunni. Óttinn er tilfinning, sem hefur þveröfug áhrif. Óttinn dregur athyglina saman svo við hugsum einungis um okkur sjálf og eigin lífsafkomu. Þetta er tilfinningin sem knýr áfram græðgi, samkeppni og yfirráð. Því miður er það oft óttinn við að við séum ekki nóg og það sé ekki til nóg handa öllum sem drífur áfram nútíma samfélag. Samfélag sem heldur úti stöðugum kröfum um að gera meira og hlaupa hraðar því við kunnum ekki annað en að mæla virði í skilvirkni, gróða og hagnaði. Fórnarkostnaður þess að lifa í ótta er gífurlegur, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Af öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja er ljóst að breytinga er þörf ef mannkynið ætlar að lifa af sem tegund. Samt virðist eins og það sé ómögulegt að skipta um gír. Valdhöfum gengur illa að setja sér mörk og tempra vald sitt og auðurinn þjappast sífellt á færri hendur. Það þarf að innleiða önnur gildi sem standa vörð um náttúruna, mannréttindi og möguleika komandi kynslóða til lífs. Allt eru þetta þau gildi sem nýja stjórnarskráin grundvallast á og þess vegna er krafan um nýju stjórnarskránna miklu stærri en krafan um grunnlögin í landinu. Hún er krafan um að við endurskoðum þau gildi sem við leggjum til grundvallar. Ætlum við að stjórnast af kærleika, samkennd og virðingu fyrir hvert öðru og náttúrunni? Trúum við því að hér sé til nóg til að mæta þörfum allra? Eða ætlum við að verða óttanum að bráð og leyfa þeim sem mest hafa völdin að halda áfram að tryggja sig og sína á kostnað heildarinnar og framtíðarinnar? Nú þegar hafa rúmlega 39.000 kjósenda skrifað undir kröfuna um lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar með staðfestum hætti. Enn eru rétt tæpir tveir dagar eftir af undirskriftarsöfnuninni! Hvaða gildi ætlum við að leggja til grundvallar? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun