Sósíalistar gætu komist aftur til valda í Bólivíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 10:25 Hermenn arka götur La Paz í Bólivíu í gær, daginn fyrir kjördag. Getty/Gaston Brito Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember. Bólivía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember.
Bólivía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira