Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 13:45 Frank Jensen. Getty/Ole Jensen Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“ Danmörk MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. Önnur þeirra, Maria Gudme, steig fram í viðtali við Jótlandspóstinn og sagði Jensen hafa strokið á henni innanvert lærið og farið upp undir kjól hennar árið 2012 Gudme er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum líkt og Jensen og hafði tekið virkan þátt í starfi flokksins. Hún situr enn í svæðisráði flokksins á Kaupmannahafnarsvæðinu. Jensen hefur nú boðað til krísufundar vegna málsins. Í viðtali við TV2 segist hún hafa tilkynnt málið á sínum tíma en fékk engin viðbrögð í það skiptið. Í september á þessu ári ákvað hún að senda aðra formlega kvörtun og fékk símtal frá Jensen tveimur dögum síðar þar sem hann baðst afsökunar. Henni þótti símtalið óviðeigandi og fannst hann misnota valdastöðu sína með því. Hún segist ekki hafa gefið flokknum leyfi til þess að láta hann vita af kvörtuninni. Það hafi verið óþægilegt að fá símtalið án viðvörunar, hún hafi farið að skjálfa og liðið verulega illa í kjölfarið. Vitni staðfesta frásögn Gudme í viðtali Jótlandspóstsins en hin konan kemur ekki fram undir nafni. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarna daga og hafa aðrir meðlimir gagnrýnt að slík hegðun viðgangist innan flokksins. Sagðist ein hafa verið sérstaklega vöruð við Jensen þegar hún byrjaði að taka þátt í starfi flokksins. Ekki fyrstu atvikin sem rata í fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jensen er sakaður um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Árið 2004 greindi danska götublaðið Se og hør frá því að kona hafði þurft að fjarlægja hendur Jensen af lærum sínum í þrígang í jólaboði, þar sem hann reyndi sífellt að snerta þau undir borðið. Árið 2011 greindi Ekstra Bladet frá því að jólaboði það árið hefði Jensen sleikt eyra á einni konu, hálsinn á annarri og hann hafi ítrekað reynt að faðma konur á dansgólfinu gegn þeirra vilja. Jensen baðst afsökunar í janúar 2012 og sagðist ekki hafa ætlað að stíga yfir mörk kvennanna. Í Facebook-færslu fyrr í vikunni baðst hann aftur afsökunar og sagðist oft hafa verið þátttakandi í „óheilbrigðri menningu“ á vettvangi stjórnmálanna. „Undanfarin ár höfum við gengið í gegnum mikilvægar og ákveðnar breytingar, sem hafa leitt til þess að ég hef þurft að hugsa um framkomu mína. Ég er fullkomlega meðvitaður um það að ég hef greinilega gert mistök,“ skrifar Jensen. „Það eru atvik og smáatriði sem við upplifum á mismunandi vegu. Útgangspunkturinn er þó sá að konur hafa upplifað að ég hafi farið yfir þeirra mörk. Ábyrgðin á því er alfarið mín.“
Danmörk MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira