Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2020 10:13 Frank Jensen hefur gegnt embætti borgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Getty Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“ Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“
Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45