Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 12:30 Körfuboltamenn á höfuðborgarsvæðinu geta æft saman að nýju á morgun en eiga að halda tveggja metra fjarlægð. VÍSIR/VILHELM Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira
Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05