Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 22:30 F-15 Eagle herþota með logandi afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. U.S. Air Force/Mikayla Whiteley. Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi: NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi:
NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04