Veirulaust Ísland 2020 Unnþór Jónsson skrifar 21. október 2020 08:00 Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum þegar heilbrigðisráðuneytið vék frá þeirri tillögu í minnisblaði sóttvarnalæknis að líkamsræktarstöðvar skuli vera áfram lokaðar. Var það gert að teknu tilliti til jafnræðis og meðalhófs en ráðuneytið taldi sér ekki stætt á því að „banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf.“ Sóttvarnarlæknir lýsti því svo yfir á upplýsingafundi Almannavarna stuttu síðar að hann teldi óheppilegt að opna líkamsræktarstöðvar aftur í ljósi þess að ein aðaluppspretta faraldursins væri að rekja til starfsemi stöðvanna. Þær misvísandi upplýsingar leiddu til mikillar óvissu og gremju almennings. Aftur á móti má spyrja hvort ákvörðun ráðuneytisins hafi ekki einmitt verið skiljanleg út frá sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf. Verður því hér gerð tilraun til að rýna í ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins út frá þeim sjónarmiðum auk þess sem lögð verður fram tillaga að skýrara og fyrirsjáanlegra sóttvarnarkerfi. Jafnræði Í einföldu máli felur jafnræðisreglan það í sér að sambærileg mál skulu fá sambærilega meðferð og ósambærileg mál skulu fá ósambærileg meðferð. Vissulega er starfsemi líkamsræktarstöðva eðlislík íþróttastarfi. Hins vegar verður að hafa í huga að þegar kemur að sambærileika skiptir smithætta öllu máli, enda er tilgangur sóttvarnarreglna og tilmæla að koma í veg fyrir smit. Það þarf því að svara spurningunni hvort smithætta þeirrar íþróttastarfsemi sem lagt var til að yrði heimiluð í minnisblaði sóttvarnarlæknis sé sambærileg smithættu þeirrar líkamsræktarstarfsemi sem reglugerðin heimilar. Stutta svarið er nei, smithættan er ekki sambærileg. Íþróttir eru auðvitað ekkert eitt og ekki líkamsrækt heldur. Smithætta mismunandi íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi er eðlilega mismunandi. Alla jafna eru þó íþróttir stundaðar utandyra eða í stórum íþróttasölum á meðan hópatímar líkamsræktarstöðva eru innandyra í minni sölum. Undir slíkum aðstæðum er ekki einungis erfiðara að halda fjarlægð heldur eru líkur á mun verri loftræstingu. Það er óumdeilt að verulegur og margfaldur munur er á smithættu innandyra samanborið við utandyra. Þá snúast hópatímar líkamsræktarstöðva oft um mikla ákefð sem leiðir til mikillar fráöndunar, en það eitt eykur smithættuna. Íþróttaæfingar fela vissulega líka í sér þolþjálfun en ekki af sömu ákefð og þá oftast, sem fyrr segir, utandyra eða í stórum og rúmgóðum íþróttasölum. Einnig snúast margar íþróttaæfingar um tækni en þá er ekki um mikla ákefð að ræða. Samandregið eru því íþróttir og hópatímar líkamsræktarstöðva ekki það sama með tilliti til smithættu. Að mínu mati hefði ráðuneytinu því vel verið stætt á að fara eftir minnisblaði sóttvarnarlæknis hvað jafnræðisregluna varðar. Hvað með þær ráðstafanir sem líkamsræktarstöðvar taka til að lágmarka smithættu í hópatímum? Munu þær ekki duga til að koma í veg fyrir hópsmit? Bæði World Class og Sporthúsið hafa útlistað hvaða ráðstafanir verða teknar til að lágmarka smithættu. Þar eru kunnuglegar sóttvarnir eins og að gæta að tveggja metra reglunni og sótthreinsa búnað. Því miður er það svo að við aðstæður hópatíma líkamsræktarstöðva duga umræddar sóttvarnir skammt gegn hópsýkingu vegna úðasmits. Þegar smitaður einstaklingur andar af ákefð í lokuðu rými getur þéttleiki lítilla dropa sem bera veiruna safnast saman og smitað aðra sem eru meira en tvo metra í burtu. Í kanadísku borginni Hamilton átti sér nýlega stað stórt hópsmit út frá spinningtíma í líkamsræktarstöð. Stöðin fylgdi öllum tilmælum sóttvarnaryfirvalda og gott betur: Tveir metrar á milli hjóla, grímuskylda fyrir og eftir tíma, mikil áhersla á sótthreinsun, 50% nýttni hjóla auk margra annarra sóttvarna. Þrátt fyrir það tókst einum einstaklingi að smita 44 viðskiptavini og tvo starfsmenn og núna er borgin að glíma við eftirköst þeirrar hópsýkingar. Hópatímar með sambærilegri smithættu eru nú þegar farnir af stað aftur hér á landi og gætum við vel séð hópsmit út frá þeim. Ef það gerist er ljóst að baráttan við veiruna í þessari bylgju dregst á langinn og enn lengra í það að lífið geti færst í eðlilegra horf. Meðalhóf Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins var einnig rökstudd með vísan til meðalhófs. Hér skal ekki gert lítið úr því sjónarmiði enda er nauðsynlegt að við lærum að lifa með veirunni eins og sagt er. Aftur á móti skýtur það verulega skökku við að heimila þann hluta starfsemi líkamsræktarstöðva sem felur í raun í sér mestu smithættuna, þ.e. hópatíma innandyra. Hefði ráðuneytið viljað leyfa líkamsræktarstarfsemi að hluta þá hefði verið réttast að heimila fyrst hópatíma utandyra. Einnig má færa rök að því að starfsemi í tækjasal, með ströngum fjöldatakmörkunum og öðrum sóttvarnarráðstöfunum á borð við grímunotkun og tíðri sótthreinsun, feli í sér minni smithættu en sú starfsemi sem leyfð var. Sjónarmiðið um meðalhóf sóttvarnaraðgerða snýst á vissan hátt um þau gífurlegu neikvæðu efnahagslegu áhrif sem veiran er að valda og hvernig við getum lágmarkað þann skaða. Ákveðins misskilnings gætir þó varðandi það hvað er í raun og veru að valda þeim áhrifum. Það er nefnilega ekki einvörðungu sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem er um að kenna heldur líka tilvist veirunnar í samfélaginu. Veiran sjálf fælir fólk frá því að safnast saman, eiga viðskipti við fyrirtæki og hvaðeina annað sem við gerðum á árinu 2019 því fólk vill ekki sýkjast og eiga hættuna á því að sýkja fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það er því efnahagnum fyrir bestu að ná stjórn á veirunni sem allra fyrst. Um þetta má m.a. lesa í glænýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem farið er yfir það hvernig betra sé að grípa til strangra sóttvarnaraðgerða og ná stjórn á veirunni í stað þess að beitum mildum aðgerða til lengri tíma („policymakers may want to opt for stringent lockdowns over a shorter period rather than prolonged mild lockdowns.“) Þá hefur greining Financial Times líka leitt það í ljós að þau lönd sem hafa staðið sig best í að halda veirunni í skefjum hafa líka hlotið minnstan efnahagslegan skaða. Fyrirsjáanleiki Hvað er þá til ráða? Ætti heilbrigðisráðuneytið að hlaupa til og breyta sóttvarnarreglum enn einu sinni? Sá hringlandaháttur væri mögulega til þess fallinn að auka á gremjuna og óvissuna en slíkt gæti leitt til enn frekari óeiningar um sóttvarnaraðgerðir. Best væri ef líkamsræktarstöðvar myndu einfaldlega taka þá samfélagslega ábyrgu ákvörðun að fresta hópatímum innandyra á meðan staðan er jafn slæm og raun ber vitni. Ljóst er að fjölmargar stöðvar hafa gert það og er það til fyrirmyndar. Vonandi munu þær stöðvar sem eftir eru fylgja því góða fordæmi. Burtséð frá því er kominn tími til að endurskoða það fyrirkomulag að sóttvarnarlæknir útbúi minnisblað með tillögum í hvert skipti sem þarf að slaka eða herða sóttvarnaraðgerðir og heilbrigðisráðuneytið setji síðan sóttvarnarreglur út frá þeim tillögum. Það fyrirkomulag felur ekki í sér nægilega mikinn fyrirsjáanleika auk þess að vera svifaseint, en ef skyndilega þarf að herða aðgerðir skiptir öllu máli að bregðast hratt við. Hér verður því lagt til að dustað verði rykið af hugmyndinni um litakóðakerfi og sóttvarnaraðgerðir samþættar því kerfi með fyrirsjáanlegum og skýrum hætti. Það þýddi að ef staðan væri rauð þá væri ákveðin starfsemi heimiluð með tilteknum takmörkunum. Þegar staðan yrði appelsínugul yrði enn frekari starfsemi heimiluð og gætu rekstraraðilar og aðrir skipulagt sig í kringum það. Þjóðfélagið myndi einnig sleppa við að rýna í og bera saman minnisblað sóttvarnarlæknis og reglugerð ráðuneytis og rökræða muninn á reglum og tilmælum. Hægt væri að setja skýr viðmið um það hvenær hvert stig tæki gildi út frá meðaltali nýsmita, núverandi smitstuðli eða öðrum áreiðanlegum tölulegum upplýsingum. Sambærileg hugmynd var fleygt fram af forstjóra Reykjalundar í sumar og eflaust hefur hugmyndin líka verið til umræða hjá sóttvarnaryfirvöldum en fjölmörg lönd búa við slíka stigskiptingu sóttvarna, t.a.m. Nýja-Sjáland. Þegar samfélagssmit greindist þar í landi um miðjan ágúst eftir 102 smitlausa daga var strax tilkynnt að í varúðarskyni færi Auckland, borgin þar sem smitin komu upp, á stig 3 en önnur landssvæði færu á stig 2. Þar þurfti ekki að setjast niður til að semja minnisblað heldur var þetta kerfi til staðar og fólk vissi hvað hvert stig þýddi. Hin snöru viðbrögð eru meðal annars ástæða þess að Nýja-Sjáland er á ný veirulaust samfélag. Til gamans má geta að á dögunum mættu 30.000 manns á ruðningsleik landsliða Nýja-Sjálands og Ástralíu. Jólagjöfin í ár Þrátt fyrir að stemningin í þjóðfélaginu sé ekki upp á sitt besta akkúrat núna þurfum við að hafa tvennt í huga. Annars vegar það að í sumar tókst okkur, að öllum líkindum, að útrýma hinni leiðu veiru SARS-CoV-2. Hins vegar að enn hefur enginn nýr stofn veirunnar greinst innanlands eftir að svokölluð tvöföld landsmæraskimun var tekin upp. Með það í huga ætti hugmyndin um veirulaust Ísland ekki að vera svo galin. Það þarf hins vegar að taka stefnuna á það og hafa skýrt og fyrirsjáanlegt sóttvarnarkerfi til staðar ef smit sleppur í gegn. Það gæti jafnvel verið jólagjöfin í ár frá sóttvarnaryfirvöldum til þjóðarinnar: Veirulaust Ísland 2020. Höfundur er kóviti og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Unnþór Jónsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum þegar heilbrigðisráðuneytið vék frá þeirri tillögu í minnisblaði sóttvarnalæknis að líkamsræktarstöðvar skuli vera áfram lokaðar. Var það gert að teknu tilliti til jafnræðis og meðalhófs en ráðuneytið taldi sér ekki stætt á því að „banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf.“ Sóttvarnarlæknir lýsti því svo yfir á upplýsingafundi Almannavarna stuttu síðar að hann teldi óheppilegt að opna líkamsræktarstöðvar aftur í ljósi þess að ein aðaluppspretta faraldursins væri að rekja til starfsemi stöðvanna. Þær misvísandi upplýsingar leiddu til mikillar óvissu og gremju almennings. Aftur á móti má spyrja hvort ákvörðun ráðuneytisins hafi ekki einmitt verið skiljanleg út frá sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf. Verður því hér gerð tilraun til að rýna í ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins út frá þeim sjónarmiðum auk þess sem lögð verður fram tillaga að skýrara og fyrirsjáanlegra sóttvarnarkerfi. Jafnræði Í einföldu máli felur jafnræðisreglan það í sér að sambærileg mál skulu fá sambærilega meðferð og ósambærileg mál skulu fá ósambærileg meðferð. Vissulega er starfsemi líkamsræktarstöðva eðlislík íþróttastarfi. Hins vegar verður að hafa í huga að þegar kemur að sambærileika skiptir smithætta öllu máli, enda er tilgangur sóttvarnarreglna og tilmæla að koma í veg fyrir smit. Það þarf því að svara spurningunni hvort smithætta þeirrar íþróttastarfsemi sem lagt var til að yrði heimiluð í minnisblaði sóttvarnarlæknis sé sambærileg smithættu þeirrar líkamsræktarstarfsemi sem reglugerðin heimilar. Stutta svarið er nei, smithættan er ekki sambærileg. Íþróttir eru auðvitað ekkert eitt og ekki líkamsrækt heldur. Smithætta mismunandi íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi er eðlilega mismunandi. Alla jafna eru þó íþróttir stundaðar utandyra eða í stórum íþróttasölum á meðan hópatímar líkamsræktarstöðva eru innandyra í minni sölum. Undir slíkum aðstæðum er ekki einungis erfiðara að halda fjarlægð heldur eru líkur á mun verri loftræstingu. Það er óumdeilt að verulegur og margfaldur munur er á smithættu innandyra samanborið við utandyra. Þá snúast hópatímar líkamsræktarstöðva oft um mikla ákefð sem leiðir til mikillar fráöndunar, en það eitt eykur smithættuna. Íþróttaæfingar fela vissulega líka í sér þolþjálfun en ekki af sömu ákefð og þá oftast, sem fyrr segir, utandyra eða í stórum og rúmgóðum íþróttasölum. Einnig snúast margar íþróttaæfingar um tækni en þá er ekki um mikla ákefð að ræða. Samandregið eru því íþróttir og hópatímar líkamsræktarstöðva ekki það sama með tilliti til smithættu. Að mínu mati hefði ráðuneytinu því vel verið stætt á að fara eftir minnisblaði sóttvarnarlæknis hvað jafnræðisregluna varðar. Hvað með þær ráðstafanir sem líkamsræktarstöðvar taka til að lágmarka smithættu í hópatímum? Munu þær ekki duga til að koma í veg fyrir hópsmit? Bæði World Class og Sporthúsið hafa útlistað hvaða ráðstafanir verða teknar til að lágmarka smithættu. Þar eru kunnuglegar sóttvarnir eins og að gæta að tveggja metra reglunni og sótthreinsa búnað. Því miður er það svo að við aðstæður hópatíma líkamsræktarstöðva duga umræddar sóttvarnir skammt gegn hópsýkingu vegna úðasmits. Þegar smitaður einstaklingur andar af ákefð í lokuðu rými getur þéttleiki lítilla dropa sem bera veiruna safnast saman og smitað aðra sem eru meira en tvo metra í burtu. Í kanadísku borginni Hamilton átti sér nýlega stað stórt hópsmit út frá spinningtíma í líkamsræktarstöð. Stöðin fylgdi öllum tilmælum sóttvarnaryfirvalda og gott betur: Tveir metrar á milli hjóla, grímuskylda fyrir og eftir tíma, mikil áhersla á sótthreinsun, 50% nýttni hjóla auk margra annarra sóttvarna. Þrátt fyrir það tókst einum einstaklingi að smita 44 viðskiptavini og tvo starfsmenn og núna er borgin að glíma við eftirköst þeirrar hópsýkingar. Hópatímar með sambærilegri smithættu eru nú þegar farnir af stað aftur hér á landi og gætum við vel séð hópsmit út frá þeim. Ef það gerist er ljóst að baráttan við veiruna í þessari bylgju dregst á langinn og enn lengra í það að lífið geti færst í eðlilegra horf. Meðalhóf Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins var einnig rökstudd með vísan til meðalhófs. Hér skal ekki gert lítið úr því sjónarmiði enda er nauðsynlegt að við lærum að lifa með veirunni eins og sagt er. Aftur á móti skýtur það verulega skökku við að heimila þann hluta starfsemi líkamsræktarstöðva sem felur í raun í sér mestu smithættuna, þ.e. hópatíma innandyra. Hefði ráðuneytið viljað leyfa líkamsræktarstarfsemi að hluta þá hefði verið réttast að heimila fyrst hópatíma utandyra. Einnig má færa rök að því að starfsemi í tækjasal, með ströngum fjöldatakmörkunum og öðrum sóttvarnarráðstöfunum á borð við grímunotkun og tíðri sótthreinsun, feli í sér minni smithættu en sú starfsemi sem leyfð var. Sjónarmiðið um meðalhóf sóttvarnaraðgerða snýst á vissan hátt um þau gífurlegu neikvæðu efnahagslegu áhrif sem veiran er að valda og hvernig við getum lágmarkað þann skaða. Ákveðins misskilnings gætir þó varðandi það hvað er í raun og veru að valda þeim áhrifum. Það er nefnilega ekki einvörðungu sóttvarnaraðgerðir yfirvalda sem er um að kenna heldur líka tilvist veirunnar í samfélaginu. Veiran sjálf fælir fólk frá því að safnast saman, eiga viðskipti við fyrirtæki og hvaðeina annað sem við gerðum á árinu 2019 því fólk vill ekki sýkjast og eiga hættuna á því að sýkja fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það er því efnahagnum fyrir bestu að ná stjórn á veirunni sem allra fyrst. Um þetta má m.a. lesa í glænýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem farið er yfir það hvernig betra sé að grípa til strangra sóttvarnaraðgerða og ná stjórn á veirunni í stað þess að beitum mildum aðgerða til lengri tíma („policymakers may want to opt for stringent lockdowns over a shorter period rather than prolonged mild lockdowns.“) Þá hefur greining Financial Times líka leitt það í ljós að þau lönd sem hafa staðið sig best í að halda veirunni í skefjum hafa líka hlotið minnstan efnahagslegan skaða. Fyrirsjáanleiki Hvað er þá til ráða? Ætti heilbrigðisráðuneytið að hlaupa til og breyta sóttvarnarreglum enn einu sinni? Sá hringlandaháttur væri mögulega til þess fallinn að auka á gremjuna og óvissuna en slíkt gæti leitt til enn frekari óeiningar um sóttvarnaraðgerðir. Best væri ef líkamsræktarstöðvar myndu einfaldlega taka þá samfélagslega ábyrgu ákvörðun að fresta hópatímum innandyra á meðan staðan er jafn slæm og raun ber vitni. Ljóst er að fjölmargar stöðvar hafa gert það og er það til fyrirmyndar. Vonandi munu þær stöðvar sem eftir eru fylgja því góða fordæmi. Burtséð frá því er kominn tími til að endurskoða það fyrirkomulag að sóttvarnarlæknir útbúi minnisblað með tillögum í hvert skipti sem þarf að slaka eða herða sóttvarnaraðgerðir og heilbrigðisráðuneytið setji síðan sóttvarnarreglur út frá þeim tillögum. Það fyrirkomulag felur ekki í sér nægilega mikinn fyrirsjáanleika auk þess að vera svifaseint, en ef skyndilega þarf að herða aðgerðir skiptir öllu máli að bregðast hratt við. Hér verður því lagt til að dustað verði rykið af hugmyndinni um litakóðakerfi og sóttvarnaraðgerðir samþættar því kerfi með fyrirsjáanlegum og skýrum hætti. Það þýddi að ef staðan væri rauð þá væri ákveðin starfsemi heimiluð með tilteknum takmörkunum. Þegar staðan yrði appelsínugul yrði enn frekari starfsemi heimiluð og gætu rekstraraðilar og aðrir skipulagt sig í kringum það. Þjóðfélagið myndi einnig sleppa við að rýna í og bera saman minnisblað sóttvarnarlæknis og reglugerð ráðuneytis og rökræða muninn á reglum og tilmælum. Hægt væri að setja skýr viðmið um það hvenær hvert stig tæki gildi út frá meðaltali nýsmita, núverandi smitstuðli eða öðrum áreiðanlegum tölulegum upplýsingum. Sambærileg hugmynd var fleygt fram af forstjóra Reykjalundar í sumar og eflaust hefur hugmyndin líka verið til umræða hjá sóttvarnaryfirvöldum en fjölmörg lönd búa við slíka stigskiptingu sóttvarna, t.a.m. Nýja-Sjáland. Þegar samfélagssmit greindist þar í landi um miðjan ágúst eftir 102 smitlausa daga var strax tilkynnt að í varúðarskyni færi Auckland, borgin þar sem smitin komu upp, á stig 3 en önnur landssvæði færu á stig 2. Þar þurfti ekki að setjast niður til að semja minnisblað heldur var þetta kerfi til staðar og fólk vissi hvað hvert stig þýddi. Hin snöru viðbrögð eru meðal annars ástæða þess að Nýja-Sjáland er á ný veirulaust samfélag. Til gamans má geta að á dögunum mættu 30.000 manns á ruðningsleik landsliða Nýja-Sjálands og Ástralíu. Jólagjöfin í ár Þrátt fyrir að stemningin í þjóðfélaginu sé ekki upp á sitt besta akkúrat núna þurfum við að hafa tvennt í huga. Annars vegar það að í sumar tókst okkur, að öllum líkindum, að útrýma hinni leiðu veiru SARS-CoV-2. Hins vegar að enn hefur enginn nýr stofn veirunnar greinst innanlands eftir að svokölluð tvöföld landsmæraskimun var tekin upp. Með það í huga ætti hugmyndin um veirulaust Ísland ekki að vera svo galin. Það þarf hins vegar að taka stefnuna á það og hafa skýrt og fyrirsjáanlegt sóttvarnarkerfi til staðar ef smit sleppur í gegn. Það gæti jafnvel verið jólagjöfin í ár frá sóttvarnaryfirvöldum til þjóðarinnar: Veirulaust Ísland 2020. Höfundur er kóviti og lögfræðingur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun