Vangaveltur um gagnsemi nýrrar stjórnarskrár Eydís Ýr Jónsdóttir skrifar 21. október 2020 10:31 Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun