Lögreglan, traust minnihlutahópa og tjáning Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 22. október 2020 18:00 Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun