Vinnuvernd í brennidepli Drífa Snædal skrifar 23. október 2020 12:00 Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Rafrænt þing ASÍ var haldið á miðvikudaginn þar sem stjórnarkjör fór fram og tvær ályktanir samþykktar. Ég vil byrja á því að þakka það traust sem mér er sýnt að leiða verkalýðshreyfinguna áfram næstu tvö árin og hlakka til samstarfsins við nýja miðstjórn ASÍ. Þá var varaforsetum fjölgað og eiga nú þrjár megin stoðir í hreyfingunni fulltrúa í varaforsetateyminu: Verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarfólk. Forystuna skipar fólk með reynslu og því er ekkert að vanbúnaði að halda ótrauð áfram í þeim stóru verkefnum sem bíða. Að innanbúðarmálum slepptum þá urðum við fyrir sorglegri áminningu í vikunni um mikilvægi vinnuverndar. Það var eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr á tímum og er enn um víða veröld: Krafan um að vera örugg í vinnunni og koma örugg heim! Við þurfum greinilega að gefa í og til dæmis gera ákveðnum útgerðum grein fyrir því að heilsa og velferð starfsfólks á að vera í fyrirrúmi. Árangur sjómanna síðustu áratugi í slysavörnum er þeim til mikils sóma og það er ömurlegt að þurfa að heyja nú baráttu fyrir lágmarks sóttvörnum um borð í skipum. Krafan er augljóslega að þar til bær yfirvöld rannsaki hópsmitið um borð í Júlíusi Geirmundssyni og eftir atvikum dragi útgerðina til ábyrgðar fyrir að stofna heilsu sjómanna í hættu. Sem betur fer eru það sjaldgæfar fréttir að fólk látist við vinnu sína hér á landi en í gær varð banaslys í malarnámu við Lambafell þegar jarðýta féll fram af fjallsbrún. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, það á enginn að þurfa að upplifa slíkt. Baráttan fyrir vinnuvernd er stöðug og brýn! Njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar