Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 07:49 Útbreiðsla faraldursins um Bandaríkin er sögð meiri nú en í fyrri toppum í sumar og vor. Það telja sérfræðingar að geri erfiðara að ná tökum á honum og skapa álag á heilbrigðiskerfið. Vísir/EPA Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Nýsmitin í gær voru rúmlega sex þúsund fleiri en nokkurn annan dag frá því að faraldurinn hóf innreið sína síðasta vetur. Fyrra met var rúmlega 78.840 manns 17. júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt tölum Covid Tracking Project, sem tekur saman upplýsingar frá einstökum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú tæplega átta og hálf milljón manns smitast af veirunni. Fjöldi nýsmitaðra síðustu vikuna er nú rúmlega 441.500 manns og hefur smituðum ekki fjölgað svo mikið á einni viku frá því í júlí. Dauðsföllum vegna veirunnar fer einnig fjölgandi en er þó enn verulega undir þeim tvö þúsund dauðsföllum sem urðu á hverjum degi í apríl. Nú látast um þúsund manns úr veirunni á dag. Fjölgun nýsmitanna kom aðeins degi eftir að Donald Trump forseti hélt því enn og aftur fram í kappræðum forsetaframbjóðendanna að faraldurinn væri að fjara út og að aukin útbreiðsla á einstökum svæðum væri aftur að dvína á aðfaranótt föstudags. Washington Post segir að hætta sé á að álagið verði sjúkrahúsum í vestan- og miðvestanverðum Bandaríkjunum að ofurliði. Mannslátum gæti þá fjölgað. Sérfræðingar óttast skort á lyfjum og búnaði. Útbreiðsla veirunnar nú er sögð töluvert meiri um landið en þegar faraldurinn var í hámarki í sumar og vor. Innlögnum á sjúkrahús vegna veirunnar fer nú fjölgandi í 38 ríkjum af fimmtíu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira