Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 19:46 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að bóluefni gegn kórónuveirunni geti verið tilbúið fyrir lok árs. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33
Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01