Líf í húfi Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2020 14:00 Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun