CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 22:05 Úr viðtalinu CBSNews/60 MINUTES frá AP Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Viðtalið sjálft hefur vakið mikla athygli en Trump kvartaði mjög yfir því áður en það var birt. Birti hann meðal annars sjálfur upptöku Hvíta hússins af viðtalinu til þess að sýna fram á hvernig það hafi verið, að eigin mati, „FALSKT OG HLUTDRÆGT,“ líkt og hann komst að orði. Asked whether his tweets or name-calling turn people off, President Trump says: “I think I wouldn’t be here if I didn’t have social media.” Moments later, he abruptly ended the interview. https://t.co/I6zv8qogcF pic.twitter.com/JYfPYOWGym— 60 Minutes (@60Minutes) October 26, 2020 Trump mislíkaði aðgangsharka Stahl og stöðvaði viðtalið eftir að hafa kvartað sáran undan því að Stahl hefði farið mýkri höndum um Joe Biden, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum ytra. Meðal þess sem Trump kvartaði yfir var það að Stahl spurði hann í upphafi hvort að hann væri reiðubúinn til þess að svara erfiðum spurningum. Í myndbrotinu sem CBS birtir má sjá Trump aftur kvarta yfir því, áður en Stahl spyr hann hvort hann telji að hegðun hans á samfélagsmiðlum geti fælt kjósendur frá. „Ég tel að ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla. Fjölmiðlar eru falskir. Til að vera hreinskilinn, ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, þá hefði ég enga möguleika á því að láta rödd mína heyrast.“ Nokkrum augnablikum síðar snýr Trump sér að starfsmanni sínum og segir að nú sé komið nóg af viðtalinu, áður en hann stendur upp og gengur út. Í frétt á vef 60 mínútna segir að forsetinn hafi ekki snúið aftur til þess að halda viðtalinu áfram. Þar má einnig nálgast uppskrifaða útgáfu af viðtalinu. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtölin við bæði Donald Trump og Joe Biden í heild sinni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fjölmiðlar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. 23. október 2020 17:26