Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermansson kom inn af bekk Valencia er liðið marði eins stigs sigur á Monbus Obradoiro í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur 79-78 Valencia í vil.
Leikurinn var jafn framan af en gestirnir í Valencia voru mun betri í öðrum leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik. Staðan þá 39-33. Í síðari hálfleik komu heimamenn í Obradoiro sterkir til leiks og var staðan orðin jöfn undir lok leiks. Það fór þó svo að Valencia hafði á endanum betur með eins stigs mun eins og áður sagði, lokatölur 79-78.
Martin nýtti þær tæpu 16 mínútur sem hann lék í kvöld einkar vel. Skoraði hann sjö stig ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar og taka tvö fráköst.
¡¡¡Roba y anota @hermannsson15!!!
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) October 27, 2020
J8 #LigaEndesa@OBRADOIROCAB 61
@valenciabasket 63
7:40 4Q
MD#EActíVate pic.twitter.com/3HmMiPcro0
Var þetta annar sigur Valencia í röð og er liðið nú komið í 8. sæti spænsku deildarinnar með fjóra sigra í sjö leikjum.