Diego Maradona í sóttkví á sextugsafmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:00 Diego Armando Maradona heilsar áhorfendum fyrir leik liðs hans Gimnasia y Esgrima La Plata á móti hans gamla félagi Boca Juniors. Getty/Marcos Brindicci Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira