Átta staðreyndir og tvær spurningar Katrín Oddsdóttir skrifar 29. október 2020 14:00 Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar