Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson spilaði leikinn mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði þegar Ísland fagnaði 2-1 sigri. vísir/Hulda Margrét Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. Jóhann meiddist í hné í byrjun þessarar leiktíðar og hefur aðeins leikið þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eftir að hafa sömuleiðis misst af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna kálfameiðsla. Jóhann náði þó að spila með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga við Rúmeníu fyrr í þessum mánuði, og stóð fyrir sínu. Hann lék svo með Burnley gegn WBA 19. október og gegn Tottenham á mánudagskvöld, og var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Á blaðamannafundi í dag greindi knattspyrnustjórinn Sean Dychy hins vegar frá því að kálfinn angraði Jóhann og að það yrði að koma í ljós á morgun eða á leikdegi hvort að hinn nýþrítugi kantmaður gæti spilað heimaleikinn gegn Chelsea á laugardaginn. Til hamingju með daginn Jói! Hann fagnar þrítugsafmæli sínu í dag! Happy 30th birthday to our Jóhann Berg Guðmundsson!#fyririsland pic.twitter.com/MVHb9f8UNR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2020 Burnley á svo eftir að spila við Brighton 7. nóvember áður en íslenski landsliðshópurinn kemur saman í Búdapest mánudagskvöldið 9. nóvember, til stutts undirbúnings fyrir leikinn sem ræður því hvort Ísland eða Ungverjaland spilar á EM næsta sumar. Eftir leikinn við Ungverja spilar Ísland svo útileiki við Danmörku og England, sína síðustu leiki í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira