Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 16:00 Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir færslu bandaríska sendiráðsins staðfesta frétt blaðsins í meginatriðum. Vísir/Vilhelm Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils í gistiríki líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. Sendiráðið dró til baka boð til Fréttablaðsins á fund með bandarískum flotaforingja í dag. Fréttablaðið var uppnefnt „Falsfrétta-Fréttablaðsins“ í færslu sem birtist á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins í nótt. Færslan er aðeins birt í nafni sendiráðsins en þar er blaðið sakað um „ábyrgðarlausa“ blaðamennsku vegna fréttar um að starfsmaður þess hafi greinst smitaður af Covid-19. „Það vekur auðvitað furðu að sendimaður erlends ríkis geri með þessum hætti tilraun til þess að grafa undan fréttaflutningi frjáls fjölmiðils í gistiríkinu. Það getur vel verið að þekkist annars staðar en ég held að það hljóti að vera fáheyrt,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins við Vísi um ummæli sendiráðsins. Sendiráðið dró einnig til baka boð sem það hafði áður sent Fréttablaðinu í hringborðsumræður með Robert Burke, flotaforingja í bandaríska sjóhernum í dag. Boðið var sent á mánudag en aðeins klukkustund áður en umræðurnar áttu að hefjast klukkan 15:00 í dag fékk ritstjórn Fréttablaðsins þau skilaboð frá sendiráðinu að fulltrúar þess væru ekki lengur velkomnir. Patrick Geraghty, upplýsingafulltrúi sendiráðsins, staðfestir við Vísi að Fréttablaðið hafi ekki „tekið þátt“ í fundinum með Burke flotaforingja en vildi hvorki segja til um hvort að sendiráðið hefði dregið boðið til baka né hvort að það tengdist frétt blaðsins um kórónuveirusmitið. Samkvæmt frétt blaðsins greindist sendiráðsstarfsmaðurinn smitaður í síðustu viku. Allir starfsmenn þess hafi svo verið kallaðir til vinnu við flutning sendiráðsins á sunnudag. Kristinn Gilsdorf, talsmaður sendiráðsins, hafi ekki kannast við málið en blaðinu barst ekki svar við fyrirspurn til öryggisteymis sendiráðsins. Í Facebook-færslu sendiráðsins er fullyrt að nýja sendiráðsbyggingin að Engjateig hafi verið gerð tilbúin og vígð án þess að nokkurt Covid-19-smit hefði komið upp í „sögu bandaríska sendiráðsins.“ Einn íslenskur starfsmaður hafi greinst smitaður „löngu eftir“ vígslu nýju byggingarinnar. Jón segir að hann sjái ekki betur en að með færslunni staðfesti sendiherrann efni fréttarinnar í öllum megindráttum. Blaðið fari þó ekki út með fréttir nema það telji heimildir sínar traustar og því hafi ekki þurft staðfestingu sendiherrans við. „Það er staðfest í færslu sendiherrans að það kom upp smit þó að því hafi verið neitað,“ segir Jón og vísar til þess að talsmaður sendiráðsins hafi ekki kannast við að smit hafi komið upp. Ummælin dæmi sig sjálf Sendiráðið gerði enga athugasemd við efni fréttarinnar fyrir eða eftir birtingu hennar fyrir utan Facebook-færsluna. Jón segir að stjórnendur Fréttablaðsins hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fari með málið lengra en útilokar ekki að kvörtun verði lögð fram. „Við erum satt að segja svolítið furðu lostin en mér sýnist á öllu að þessi dæmi sig að mestu leyti sjálf. Það á svo bara eftir að sjá hvort við gerum eitthvað frekar,“ segir hann. Sagði Ísland ranglega með eina hæstu smittíðnina Geraghty, talsmaður sendiráðsins, vildi ekki segja hver hefði skrifað Facebook-færsluna í gærkvöldi en sagði við Vísi að hún „endurspegli afstöðu sendiráðsins“. Sendiráðið fullyrti í færslu sinni í nótt að „smittíðni“ á Íslandi væri ein sú hæsta í Evrópu. Samkvæmt tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er Ísland hins vegar aðeins í kringum meðallag í álfunni og langt á eftir löndum eins og Belgíu, Tékklandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Hollandi þar sem hundruð og jafnvel þúsundir nýrra smita á hverja 100.000 íbúa hafa greinst daglega undanfarnar tvær vikur. Umdeildur sendiherra Bandaríski sendiherrann um þessar mundir er Jeffrey Ross Gunter, húðlæknir sem lét fé af hendi rakna til kosningabaráttu Donalds Trump forseta. Um hann hefur staðið nokkur styr en hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði meðal annars undirskriftum gegn honum í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Gunter hafi á tíma viljað fá að sinna embættinu frá Kaliforníu og farið fram á að fá leyfi til að ganga með skotvopn hér á landi vegna áhyggna af öryggi sínu. Þá hafi hann losað sig við sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu, meðal annars með ásökunum um að þeir tilheyri meintu „djúpríki“ sem reyni að grafa undan Trump forseta. Þá vakti tíst Gunter baráttu gegn „Kínaveirunni“ með bandaríska og íslenska fánanum í júlí eftirtekt. Þingmenn voru á meðal þeirra sem gagnrýndu að sendiherrann bendlaði Ísland við orðalag um kórónuveirufaraldurinn sem ýmsir telja rasískt. Fréttin var uppfærð með svörum talsmanns bandaríska sendiráðsins. Bandaríkin Utanríkismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils í gistiríki líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. Sendiráðið dró til baka boð til Fréttablaðsins á fund með bandarískum flotaforingja í dag. Fréttablaðið var uppnefnt „Falsfrétta-Fréttablaðsins“ í færslu sem birtist á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins í nótt. Færslan er aðeins birt í nafni sendiráðsins en þar er blaðið sakað um „ábyrgðarlausa“ blaðamennsku vegna fréttar um að starfsmaður þess hafi greinst smitaður af Covid-19. „Það vekur auðvitað furðu að sendimaður erlends ríkis geri með þessum hætti tilraun til þess að grafa undan fréttaflutningi frjáls fjölmiðils í gistiríkinu. Það getur vel verið að þekkist annars staðar en ég held að það hljóti að vera fáheyrt,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins við Vísi um ummæli sendiráðsins. Sendiráðið dró einnig til baka boð sem það hafði áður sent Fréttablaðinu í hringborðsumræður með Robert Burke, flotaforingja í bandaríska sjóhernum í dag. Boðið var sent á mánudag en aðeins klukkustund áður en umræðurnar áttu að hefjast klukkan 15:00 í dag fékk ritstjórn Fréttablaðsins þau skilaboð frá sendiráðinu að fulltrúar þess væru ekki lengur velkomnir. Patrick Geraghty, upplýsingafulltrúi sendiráðsins, staðfestir við Vísi að Fréttablaðið hafi ekki „tekið þátt“ í fundinum með Burke flotaforingja en vildi hvorki segja til um hvort að sendiráðið hefði dregið boðið til baka né hvort að það tengdist frétt blaðsins um kórónuveirusmitið. Samkvæmt frétt blaðsins greindist sendiráðsstarfsmaðurinn smitaður í síðustu viku. Allir starfsmenn þess hafi svo verið kallaðir til vinnu við flutning sendiráðsins á sunnudag. Kristinn Gilsdorf, talsmaður sendiráðsins, hafi ekki kannast við málið en blaðinu barst ekki svar við fyrirspurn til öryggisteymis sendiráðsins. Í Facebook-færslu sendiráðsins er fullyrt að nýja sendiráðsbyggingin að Engjateig hafi verið gerð tilbúin og vígð án þess að nokkurt Covid-19-smit hefði komið upp í „sögu bandaríska sendiráðsins.“ Einn íslenskur starfsmaður hafi greinst smitaður „löngu eftir“ vígslu nýju byggingarinnar. Jón segir að hann sjái ekki betur en að með færslunni staðfesti sendiherrann efni fréttarinnar í öllum megindráttum. Blaðið fari þó ekki út með fréttir nema það telji heimildir sínar traustar og því hafi ekki þurft staðfestingu sendiherrans við. „Það er staðfest í færslu sendiherrans að það kom upp smit þó að því hafi verið neitað,“ segir Jón og vísar til þess að talsmaður sendiráðsins hafi ekki kannast við að smit hafi komið upp. Ummælin dæmi sig sjálf Sendiráðið gerði enga athugasemd við efni fréttarinnar fyrir eða eftir birtingu hennar fyrir utan Facebook-færsluna. Jón segir að stjórnendur Fréttablaðsins hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fari með málið lengra en útilokar ekki að kvörtun verði lögð fram. „Við erum satt að segja svolítið furðu lostin en mér sýnist á öllu að þessi dæmi sig að mestu leyti sjálf. Það á svo bara eftir að sjá hvort við gerum eitthvað frekar,“ segir hann. Sagði Ísland ranglega með eina hæstu smittíðnina Geraghty, talsmaður sendiráðsins, vildi ekki segja hver hefði skrifað Facebook-færsluna í gærkvöldi en sagði við Vísi að hún „endurspegli afstöðu sendiráðsins“. Sendiráðið fullyrti í færslu sinni í nótt að „smittíðni“ á Íslandi væri ein sú hæsta í Evrópu. Samkvæmt tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er Ísland hins vegar aðeins í kringum meðallag í álfunni og langt á eftir löndum eins og Belgíu, Tékklandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Hollandi þar sem hundruð og jafnvel þúsundir nýrra smita á hverja 100.000 íbúa hafa greinst daglega undanfarnar tvær vikur. Umdeildur sendiherra Bandaríski sendiherrann um þessar mundir er Jeffrey Ross Gunter, húðlæknir sem lét fé af hendi rakna til kosningabaráttu Donalds Trump forseta. Um hann hefur staðið nokkur styr en hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði meðal annars undirskriftum gegn honum í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Gunter hafi á tíma viljað fá að sinna embættinu frá Kaliforníu og farið fram á að fá leyfi til að ganga með skotvopn hér á landi vegna áhyggna af öryggi sínu. Þá hafi hann losað sig við sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu, meðal annars með ásökunum um að þeir tilheyri meintu „djúpríki“ sem reyni að grafa undan Trump forseta. Þá vakti tíst Gunter baráttu gegn „Kínaveirunni“ með bandaríska og íslenska fánanum í júlí eftirtekt. Þingmenn voru á meðal þeirra sem gagnrýndu að sendiherrann bendlaði Ísland við orðalag um kórónuveirufaraldurinn sem ýmsir telja rasískt. Fréttin var uppfærð með svörum talsmanns bandaríska sendiráðsins.
Bandaríkin Utanríkismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46