Miðar ruku út á úrslitaleik Íslands og Ungverjalands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2020 15:31 Ísland komst í úrslitaleikinn með því að vinna Rúmeníu í undanúrslitum snemma í þessum mánuði. Ungverjaland vann Búlgaríu á sama tíma. vísir/vilhelm Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleiknum um sæti á EM, í Búdapest eftir 13 daga. Á fyrsta klukkutímanum eftir að miðasala opnaði seldust 6.000 miðar, samkvæmt ungverska knattspyrnusambandinu. Miðasalan er aðeins opin fyrir meðlimi í stuðningsmannafélagi landsliðsins og aðeins hægt að kaupa miða sem gildir á alla þrjá leikina sem framundan eru hjá Ungverjum. Eftir leikinn við Ísland mæta þeir Serbíu og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Á mánudaginn hefst almenn miðasala, ef ekki verður þegar orðið uppselt í þau 20 þúsund sæti sem í boði eru á Puskás Arena að þessu sinni. Þá verður hægt að kaupa miða á staka leiki. Uppselt er nú þegar í þau sæti sem ódýrust eru á vellinum. Engir miðar fyrir íslenska stuðningsmenn UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tilkynnti fyrir mánuði síðan að áhorfendabanni á landsleikjum hefði verið aflétt að hluta. Bannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt nýju reglunum má selja miða í þriðjung þess sætafjölda sem er á hverjum leikvangi, en Puskás Arena rúmar yfir 60 þúsund manns. Samkvæmt sömu reglum fá stuðningsmenn gestaliðs ekki úthlutað miðum á leiki, en vanalega hafa gestaþjóðir fengið að kaupa 10% þeirra miða sem í boði eru á landsleikjum. „Við sjáum á áhuganum og eftirspurninni að stuðningsmennirnir vilja ólmir hjálpa landsliðinu í þessum heimaleikjum. Stuðningsmennirnir vilja vera á staðnum og vonast til að saman tryggjum við okkur sæti á EM,“ sagði Jeno Sipos talsmaður ungverska knattspyrnusambandsins. Liðið sem vinnur leikinn mun leika tvo leiki á Puskás Arena næsta sumar, í lokakeppni EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn Þýskalandi í München. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31 Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00 Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31 Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Kálfinn angrar Jóhann Berg þegar stutt er í úrslitaleikinn við Ungverja Óvíst er að Jóhann Berg Guðmundsson geti leikið með Burnley gegn Chelsea um helgina vegna kálfameiðsla, nú þegar sléttar tvær vikur eru í úrslitaleik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM í fótbolta. 29. október 2020 16:31
Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á Dominik Szoboszlai í leiknum gegn Ungverjum um sæti á EM 12. nóvember. 22. október 2020 16:00
Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið engu betra en Serbíu eða Rússland. Tvö lönd sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. 17. október 2020 12:31
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30