Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 23:00 Frá kosningafundi Trumps í Wisconsin í kvöld. Eins og sjá má er fjöldi fólks viðstaddur og fjarlægðartakmörk spila ekki stórt hlutverk. Scott Olson/Getty Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Á sama tíma létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr veirunni. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa sem framkvæmd eru. Yfir níu milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum, en það er meira en í nokkru öðru ríki heims. Í 21 ríki er faraldurinn í verulegri sókn. Þeirra á meðal er Wisconsin, en spítalar í ríkinu hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem varað er við því að kosningafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á föstudag muni gera illt verra og ýta undir útbreiðslu á svæðinu. „Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir myndun stórra hópa, sérstaklega hér í Green Bay í Wisconsin, þar sem nú er einhver mesta dreifing Covid-19 í öllum Bandaríkjunum,“ segir í yfirlýsingunni, sem var send út sameiginlega frá nokkrum spítölum í ríkinu. Trump heldur sig þó við það sem hann hefur áður sagt, um að ástæða fjölda þeirra sem greinst hafa í Bandaríkjunum, sé að Bandaríkin prófi meira fyrir veirunni en önnur ríki. „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum. Við erum með bestu prófanirnar. Dauðsföllum FÆKKAR VERULEGA,“ tísti Trump í dag og bætti við að spítalar hefðu mikið svigrúm til að bæta við sig sjúklingum og að staðan í Bandaríkjunum væri betri en í Evrópu. More Testing equals more Cases. We have best testing. Deaths WAY DOWN. Hospitals have great additional capacity! Doing much better than Europe. Therapeutics working!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2020 Kosningafundir forsetans, í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum næsta þriðjudag, hafa verið gagnrýndar sökum þess hve sóttvörnum er ábótavant á slíkum viðburðum. Gestir hafa verið prófaðir og látnir hafa grímur, en fjarlægðartakmörkum er gefinn lítill gaumur. Þá virðist stór hluti þeirra sem sækir fundina sleppa því að bera grímu. Helsti andstæðingur forsetans í kosningunum, fyrrverandi varaforsetinn og demókratinn Joe Biden, hefur einnig haldið kosningafundi. Þar hefur fjarlægðartakmörkunum verið fylgt, meðal annars með því að biðja fólk að vera inni í bílum sínum meðan á fundunum stendur. Segjast hafa stjórn á faraldrinum Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór í viðtal hjá sjónvarpsstöðinni Fox News í gær þar sem hann endurtók fullyrðingar föður síns um að ríkisstjórn hans hefði náð stjórn á faraldrinum. „Ég fór í gegn um tölurnar því ég var alltaf að heyra um fjölgun smitaðra,“ sagði Trump yngri, og átti þar við tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. „Ég hugsaði „Af hverju er enginn að tala um dauðsföll?“ Af því tölurnar eru nánast engar. Af því við höfum náð stjórn á þessu og vitum hvernig þetta virkar,“ sagði Trump yngri og átti þar við að dauðsföll af völdum Covid-19 væru á undanhaldi. Eins og áður sagði létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr Covid-19 í gær. Var það þriðji dagurinn í októbermánuði þar sem dagleg tala látinna vegna sjúkdómsins náði yfir þúsund. Meira en 228.000 Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins frá upphafi faraldursins. Bandaríkin stefni „í ranga átt“ Læknar og aðrir heilbrigðissérfræðingar hafa varað við því að faraldurinn sé langt frá því að vera í rénun í Bandaríkjunum. Dauðsföllum muni fjölga í takt við fjölgun smitaðra, og þá sérstaklega samhliða árlegri inflúensu. Einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sagði í viðtali við CNBC á miðvikudag að Bandaríkin stefndu í „ranga átt“, með tilliti til viðbragða við faraldrinum. „Ef hlutirnir fara ekki að breytast og þeir halda áfram á þeirri braut sem við erum á, verður mikill sársauki hér í tengslum við fjölgun smitaðra, spítalainnlagna og dauðsfalla,“ sagði Fauci meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Á sama tíma létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr veirunni. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa sem framkvæmd eru. Yfir níu milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum, en það er meira en í nokkru öðru ríki heims. Í 21 ríki er faraldurinn í verulegri sókn. Þeirra á meðal er Wisconsin, en spítalar í ríkinu hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem varað er við því að kosningafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á föstudag muni gera illt verra og ýta undir útbreiðslu á svæðinu. „Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma í veg fyrir myndun stórra hópa, sérstaklega hér í Green Bay í Wisconsin, þar sem nú er einhver mesta dreifing Covid-19 í öllum Bandaríkjunum,“ segir í yfirlýsingunni, sem var send út sameiginlega frá nokkrum spítölum í ríkinu. Trump heldur sig þó við það sem hann hefur áður sagt, um að ástæða fjölda þeirra sem greinst hafa í Bandaríkjunum, sé að Bandaríkin prófi meira fyrir veirunni en önnur ríki. „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum. Við erum með bestu prófanirnar. Dauðsföllum FÆKKAR VERULEGA,“ tísti Trump í dag og bætti við að spítalar hefðu mikið svigrúm til að bæta við sig sjúklingum og að staðan í Bandaríkjunum væri betri en í Evrópu. More Testing equals more Cases. We have best testing. Deaths WAY DOWN. Hospitals have great additional capacity! Doing much better than Europe. Therapeutics working!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2020 Kosningafundir forsetans, í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum næsta þriðjudag, hafa verið gagnrýndar sökum þess hve sóttvörnum er ábótavant á slíkum viðburðum. Gestir hafa verið prófaðir og látnir hafa grímur, en fjarlægðartakmörkum er gefinn lítill gaumur. Þá virðist stór hluti þeirra sem sækir fundina sleppa því að bera grímu. Helsti andstæðingur forsetans í kosningunum, fyrrverandi varaforsetinn og demókratinn Joe Biden, hefur einnig haldið kosningafundi. Þar hefur fjarlægðartakmörkunum verið fylgt, meðal annars með því að biðja fólk að vera inni í bílum sínum meðan á fundunum stendur. Segjast hafa stjórn á faraldrinum Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór í viðtal hjá sjónvarpsstöðinni Fox News í gær þar sem hann endurtók fullyrðingar föður síns um að ríkisstjórn hans hefði náð stjórn á faraldrinum. „Ég fór í gegn um tölurnar því ég var alltaf að heyra um fjölgun smitaðra,“ sagði Trump yngri, og átti þar við tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. „Ég hugsaði „Af hverju er enginn að tala um dauðsföll?“ Af því tölurnar eru nánast engar. Af því við höfum náð stjórn á þessu og vitum hvernig þetta virkar,“ sagði Trump yngri og átti þar við að dauðsföll af völdum Covid-19 væru á undanhaldi. Eins og áður sagði létust yfir þúsund Bandaríkjamenn úr Covid-19 í gær. Var það þriðji dagurinn í októbermánuði þar sem dagleg tala látinna vegna sjúkdómsins náði yfir þúsund. Meira en 228.000 Bandaríkjamenn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins frá upphafi faraldursins. Bandaríkin stefni „í ranga átt“ Læknar og aðrir heilbrigðissérfræðingar hafa varað við því að faraldurinn sé langt frá því að vera í rénun í Bandaríkjunum. Dauðsföllum muni fjölga í takt við fjölgun smitaðra, og þá sérstaklega samhliða árlegri inflúensu. Einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sagði í viðtali við CNBC á miðvikudag að Bandaríkin stefndu í „ranga átt“, með tilliti til viðbragða við faraldrinum. „Ef hlutirnir fara ekki að breytast og þeir halda áfram á þeirri braut sem við erum á, verður mikill sársauki hér í tengslum við fjölgun smitaðra, spítalainnlagna og dauðsfalla,“ sagði Fauci meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. 29. október 2020 07:19
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46
„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 26. október 2020 08:31