Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 08:00 Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Steinunn Alda Gunnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun