Vaktin: Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna Ritstjórn skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna. Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira