Vaktin: Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna Ritstjórn skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna. Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira