Hlutdeildarlán - nýtt verkfæri, betri árangur Ómar Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2020 13:00 Það er oftast ekki fyrr en maður fær nýtt verkfæri í hendurnar, sem það kemur í ljós hversu mikil þörf var á að skipta um aðferð til að ná betri árangri. Ný hlutdeildarlán á fasteignamarkaði er verkfæri sem fær byggingariðnaðinn og skipulagsyfirvöld til að horfast í augu við þá staðreynd að við höfum setið eftir þegar kemur að þróun hagkvæms húsnæðis sem markaðurinn hefur þó kallað eftir í mörg ár. Byggingaraðferðir eru úreltar, byggingartími er langur og byggingarkostnaður er hár. Skipulagsyfirvöldum hefur ekki borið gæfa til, eða ekki haft skilning á, breyttum þörfum og áherslum mismunandi kaupendahópa. Nú er tækifæri til að breyta þessu! Gagnrýnt hefur verið að fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu falli innan rammanna um hlutdeildarlán - og að hækka þurfi verðviðmið til að búa til framboð. Þvert á móti ættu hlutaðeigandi, sem að framan eru nefndir, að horfa inn á við og skoða hvernig megi lækka byggingarkostnað, því svo sannarlega er hægt að byggja hvern fermeter í hagvæmu íbúðarhúsnæði innan þeirra ramma sem settir eru í reglugerð um hlutdeildarlánin. Hvað eru hagkvæmar íbúðir? Það er kennt snemma í markaðsfræðum að framboð og eftirspurn helst mjög í hendur. Einhverjir virðast óttast að skortur á nákvæmri skilgreiningu á hvað eru hagkvæmar íbúðir, eða hvað eru gæði í íbúðum, verði til þess að byggt verði eitthvað drasl, eða óvistlegar holur í berangurslegu umhverfi, einungis til að íbúðir falli innan ramma hlutdeildarlána. Ef sú væri raunin um framboð fasteigna, þá er fullyrt að eftirspurnin eftir slíkum íbúðum mundi sanna lögmál markaðsfræðinnar. Ég hef meiri trú á metnaði hönnuða og þróunaraðila en svo að halda að forræðishyggja í þessum efnum mundi skila árangri. Félagsleg blöndun í fjölbýlishúsum og íbúðahverfum er mikilvæg. Með því að byggingaraðilar framleiði hagkvæmar íbúðir, bæði hvað varðar verð og gæði, þá má ætla að þær séu álitlegur kostur fyrir miklu fleiri en þá sem eru undir þeim tekju- og eignamörkum sem reglugerð hlutdeildarlána kveður á um. Skipulagsskilmálar geta haft mikið að segja um hvernig íbúðir eru byggðar; fjölda íbúða í húsi, stærðir íbúða o.fl. sem aftur hefur áhrif á hvers konar hópar eru líklegir til að sækjast eftir búsetu í íbúðunum. Tekjumörk reglugerðarinnar eru nálægt miðgildi launa (2019) þannig að úrræðið er langt frá því að teljast hannað fyrir lægstu tekjuhópana. Á landsbyggðinni munu hlutdeildarlán breyta miklu! Sá sem þetta skrifar, hefur byggt íbúðarhúsnæði undanfarin ár í sveitarfélögum víðs vegar um landið. Það er ekki til það þorp á landsbyggðinni þar sem ekki vantar nýtt íbúðarhúsnæði, og helst minni, hagkvæmar íbúðir. En byggingarkostnaður á landsbyggðinni er ekki lægri en á höfuðborgarsvæðinu - reyndar er hann talsvert hærri, ef frá er talið lóðarverð. Hver einasta skrúfa verður dýrari þegar byggt er á landsbyggðinni og vísað er til bilsins á milli fasteignaverðs og byggingarkostnaðar sem "markaðsbrests". Það er tæplega hægt að byggja nýtt íbúðarhúsnæði úti á landi nema til komi einhvers konar stuðningur eða fjármögnun úr opinberum sjóðum. Viðskiptabankarnir þrír lána einfaldlega ekki til íbúðakaupa á landsbyggðinni með sambærilegum hætti og þeir gera á suðvestur horni landsins. Hlutdeildarlán munu gera fólki kleift að kaupa nýtt íbúðarhúsnæði á kaldari markaðssvæðum á landsbyggðinni í fyrsta skipti um langt árabil. Úrræðið mun styrkja búsetu í þorpum þar sem lítið framboð hefur verið af nýju húsnæði eða húsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur. Bygging nýs íbúðarhúsnæðis úti á landi hækkar (alltof lágt) fasteignaverð og hleypir kjarki í fasteignaeigendur til að bæta og viðhalda eigum sínum. Þá geta hlutdeildarlán einnig spilað mikilvægt hlutverk við að koma eldra húsnæði í endurnýjun lífdaga (gamli skólinn, pósthúsið og bankinn). Það er fagnaðarefni að tryggt sé að um 20% af þeim fjármunum sem fara í þetta úrræði sé beint út á landsbyggðina. Það vill gleymast að ekki vilja allir búa í Reykjavík! Ráðherra húsnæðismála og starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eiga jafnframt þakkir skildar fyrir að koma þessu úrræði á fót. Þetta mun verða lyftistöng fyrir landsbyggðina og verða hreyfiafl sem stuðlar að þróun og nýsköpun á byggingarmarkaði. Höfundur er viðskiptafræðingur, fasteignasali og byggir hagkvæmt íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það er oftast ekki fyrr en maður fær nýtt verkfæri í hendurnar, sem það kemur í ljós hversu mikil þörf var á að skipta um aðferð til að ná betri árangri. Ný hlutdeildarlán á fasteignamarkaði er verkfæri sem fær byggingariðnaðinn og skipulagsyfirvöld til að horfast í augu við þá staðreynd að við höfum setið eftir þegar kemur að þróun hagkvæms húsnæðis sem markaðurinn hefur þó kallað eftir í mörg ár. Byggingaraðferðir eru úreltar, byggingartími er langur og byggingarkostnaður er hár. Skipulagsyfirvöldum hefur ekki borið gæfa til, eða ekki haft skilning á, breyttum þörfum og áherslum mismunandi kaupendahópa. Nú er tækifæri til að breyta þessu! Gagnrýnt hefur verið að fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu falli innan rammanna um hlutdeildarlán - og að hækka þurfi verðviðmið til að búa til framboð. Þvert á móti ættu hlutaðeigandi, sem að framan eru nefndir, að horfa inn á við og skoða hvernig megi lækka byggingarkostnað, því svo sannarlega er hægt að byggja hvern fermeter í hagvæmu íbúðarhúsnæði innan þeirra ramma sem settir eru í reglugerð um hlutdeildarlánin. Hvað eru hagkvæmar íbúðir? Það er kennt snemma í markaðsfræðum að framboð og eftirspurn helst mjög í hendur. Einhverjir virðast óttast að skortur á nákvæmri skilgreiningu á hvað eru hagkvæmar íbúðir, eða hvað eru gæði í íbúðum, verði til þess að byggt verði eitthvað drasl, eða óvistlegar holur í berangurslegu umhverfi, einungis til að íbúðir falli innan ramma hlutdeildarlána. Ef sú væri raunin um framboð fasteigna, þá er fullyrt að eftirspurnin eftir slíkum íbúðum mundi sanna lögmál markaðsfræðinnar. Ég hef meiri trú á metnaði hönnuða og þróunaraðila en svo að halda að forræðishyggja í þessum efnum mundi skila árangri. Félagsleg blöndun í fjölbýlishúsum og íbúðahverfum er mikilvæg. Með því að byggingaraðilar framleiði hagkvæmar íbúðir, bæði hvað varðar verð og gæði, þá má ætla að þær séu álitlegur kostur fyrir miklu fleiri en þá sem eru undir þeim tekju- og eignamörkum sem reglugerð hlutdeildarlána kveður á um. Skipulagsskilmálar geta haft mikið að segja um hvernig íbúðir eru byggðar; fjölda íbúða í húsi, stærðir íbúða o.fl. sem aftur hefur áhrif á hvers konar hópar eru líklegir til að sækjast eftir búsetu í íbúðunum. Tekjumörk reglugerðarinnar eru nálægt miðgildi launa (2019) þannig að úrræðið er langt frá því að teljast hannað fyrir lægstu tekjuhópana. Á landsbyggðinni munu hlutdeildarlán breyta miklu! Sá sem þetta skrifar, hefur byggt íbúðarhúsnæði undanfarin ár í sveitarfélögum víðs vegar um landið. Það er ekki til það þorp á landsbyggðinni þar sem ekki vantar nýtt íbúðarhúsnæði, og helst minni, hagkvæmar íbúðir. En byggingarkostnaður á landsbyggðinni er ekki lægri en á höfuðborgarsvæðinu - reyndar er hann talsvert hærri, ef frá er talið lóðarverð. Hver einasta skrúfa verður dýrari þegar byggt er á landsbyggðinni og vísað er til bilsins á milli fasteignaverðs og byggingarkostnaðar sem "markaðsbrests". Það er tæplega hægt að byggja nýtt íbúðarhúsnæði úti á landi nema til komi einhvers konar stuðningur eða fjármögnun úr opinberum sjóðum. Viðskiptabankarnir þrír lána einfaldlega ekki til íbúðakaupa á landsbyggðinni með sambærilegum hætti og þeir gera á suðvestur horni landsins. Hlutdeildarlán munu gera fólki kleift að kaupa nýtt íbúðarhúsnæði á kaldari markaðssvæðum á landsbyggðinni í fyrsta skipti um langt árabil. Úrræðið mun styrkja búsetu í þorpum þar sem lítið framboð hefur verið af nýju húsnæði eða húsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur. Bygging nýs íbúðarhúsnæðis úti á landi hækkar (alltof lágt) fasteignaverð og hleypir kjarki í fasteignaeigendur til að bæta og viðhalda eigum sínum. Þá geta hlutdeildarlán einnig spilað mikilvægt hlutverk við að koma eldra húsnæði í endurnýjun lífdaga (gamli skólinn, pósthúsið og bankinn). Það er fagnaðarefni að tryggt sé að um 20% af þeim fjármunum sem fara í þetta úrræði sé beint út á landsbyggðina. Það vill gleymast að ekki vilja allir búa í Reykjavík! Ráðherra húsnæðismála og starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eiga jafnframt þakkir skildar fyrir að koma þessu úrræði á fót. Þetta mun verða lyftistöng fyrir landsbyggðina og verða hreyfiafl sem stuðlar að þróun og nýsköpun á byggingarmarkaði. Höfundur er viðskiptafræðingur, fasteignasali og byggir hagkvæmt íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar