Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2020 21:26 Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær. Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær.
Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira