Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2020 21:26 Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær. Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir rúmum áratug þegar vísindamenn fundu yfir fimmhundruð ára gamla kúfskel á lífi undan Eyjafirði, en hún er talin elsta dýr jarðar. Hákarlinn sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson veiddi í haustleiðangri vestur af landinu fyrir þremur árum vekur ekki síður athygli, enda var hann farinn að synda fyrir tíma Skaftárelda og áður en Bandaríki Norður-Ameríku voru formlega stofnuð. Rannsóknir benda til að þessi hákarl hafi verið 245 ára gamall þegar hann veiddist á Vestfjarðamiðum í leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar fyrir þremur árum.Hafrannsóknastofnun Hann er talinn hafa verið 245 ára gamall. En það vekur líka furðu að rannsókn á heila hákarlsins, sem Klara Jakobsdóttir, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun kom að, sýndi engin merki æðakölkunar. „Það að hann sýnir engin merki öldrunar í heila, það er náttúrlega stórfrétt. En það þarf náttúrlega að varast að ekki oftúlka. Þetta er einn heili, þetta er fiskur,“ segir Klara. Rannsókn frá árinu 2016 á nærri þrjátíu hákörlum sýnir þó háan aldur hákarlanna. „Á aldursbilinu 200 til 300 ára gamlir. Ef rétt reynist, þá eru þetta elst allra hryggdýra.“ Og þetta er einmitt hákarlinn sem Íslendingar leggja sér til munns. „Sá sem var veiddur hérna á árum áður og við erum ennþá að gæða okkur á í þorrablótum.“ Hákarlinn í þorrablótunum getur því verið býsna gamall. „Já, gæti verið mörghundruð ára gamall,“ segir Klara. Þessum hákarli var landað á Suðureyri árið 2010 úr línubátnum Lukku ÍS. Hákarlinn reyndist 680 kílóa þungur, tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Mynd/Róbert Schmidt Kaldi sjórinn við Ísland er talinn meðal skýringa á langlífinu. „Hann lifir í þessum sjó - kalda, djúpa sjó - í stöðugu umhverfi. Hann virðist vera hægsyndur. Efnaskiptin virðast vera hægari en í öðrum og hann virðist hafa lægri blóðþrýsting heldur en gengur og gerist.“ -En getur mannfólkið lært eitthvað af þessu? Eigum við kannski öll að fara að synda í ísköldum sjónum? „Það er mjög langsótt. Það er mjög langt á milli þess að skoða fisk og skoða mannveru. Það virðist ekki skaða fólk að fara í sjósund en við skulum ekki kannski setja það beint í samband við þessa rannsókn,“ segir Klara og hlær.
Sjávarútvegur Umhverfismál Vísindi Dýr Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira