„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. desember 2025 18:50 Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins, telur málið fordæmalaust. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. „Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39