„Það er verið að setja Austurland í frost“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2025 13:01 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, er ómyrkur í máli um nýja samgönguáætlun. Hann segir Austurland sett í frost. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“ Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“
Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20