Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2020 12:28 Trump er nú með forskot í nokkrum ríkjum en Biden gæti vel náð yfirhöndinni. Vísir Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44