Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 20:24 Úrslit munu varla liggja fyrir í kvöld, þar sem Biden þarf að sigra í Nevada til að komast í Hvíta húsið og þar verður ekkert gefið upp um ótalin atkvæði fyrr en á morgun. epa/Justin Lane Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið. Trump hefur þegar gefið út að hann muni krefjast endurtalningar í Wisconsin en forskot Biden telur um 20 þúsund atkvæði. Framan af þótti Biden þurfa að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu en ef hann tekur Michigan og Nevada gildir einu þótt Trump sigri í bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Trump hefur forskot í báðum ríkjum. Engra frétta er að vænta frá Nevada fyrr en á morgun en þar hafa 86% atkvæða verið talin, samkvæmt New York Times. Þar hefur Biden 0.6 stiga forskot. Úrslita er hins vegar að vænta í kvöld í bæði Michigan og Georgíu. Joe Biden er í ágætri stöðu en Trump gæti enn skotið honum ref fyrir rass.epa/Sarah Silbiger Fjölmiðlar fara varlega í yfirlýsingar Miðað við forsendur ætti Biden að bera sigur úr býtum í Michigan og Nevada, þar sem mörg póstatkvæði eru ótalin. Fjölmiðlar vestanhafs hafa hins vegar lært af atburðarásinni 2016 og stíga varlega til jarðar þegar kemur að spádómum um úrslit. Jafnvel þótt Associated Press og Fox News hafi t.d. þegar lýst yfir sigri Biden í Arizona setja New York Times og Washington Post enn fyrirvara vegna þeirra atkvæða sem enn eru ótalin. Þá eru stuðningsmenn Trump ósannfærðir. 🚨This is big. @FoxNews and @AP should immediately retract their call in AZ. @realDonaldTrump is going to win the state.🚨 https://t.co/kBII2i5MQy— Jason Miller (@JasonMillerinDC) November 4, 2020 Hvað varðar þau ríki sem eftir eru telur Washington Post líkur á að Trump landi bæði Pennsylvaníu og Georgíu. Biden þykir hins vegar nokkuð öruggur með sigur í Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira