Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 06:56 Fólk kom saman á McPherson-torgi í Washington-borg í gær og hvatti þar til þess að öll atkvæði yrðu talin í kosningunum. Trump vill aftur á móti að talningu atkvæða verði hætt í Pennsylvaníu þar sem Biden hefur saxað mjög á forskot hans eftir að farið var að telja utankjörfundar- og póstatkvæði. Getty/Yegor Aleye Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent