Ungverskur landsliðsmarkvörður færði Juventus tvö mörk á silfurfati Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 10:01 Dénes Dibusz er tíu landsleikja maður fyrir Ungverjaland. getty/Anton Novoderezhkin Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira