Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir umræðum um sóttvarnaraðgerðir í þinginu? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:01 Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert mál er stærra sem stendur en heimsfaraldurinn. Þingflokkur Viðreisnar óskaði fyrir helgi eftir því að heilbrigðisráðherra gefi þinginu hálfsmánaðarlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir, forsendur þeirra og sviðsmyndir. Upp á þetta hefur vantað. Í dag fór fram umræða þar sem heilbrigðisráðherra gaf þinginu skýrslu og þingmenn tóku í kjölfarið til orða. Þessi umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Stærstu verkefnin í kjölfar heimsfaraldursins eru þrjú. Að verja líf og heilbrigði þjóðar og að verja heilbrigðiskerfið. Við erum að horfa á dýpstu kreppu í hundrað ár. Þriðja verkefnið lýtur svo að líðan þjóðar. Afleiðingar þar er annarsvegar til skemmri tíma en um leið lengri. Öll eru þessi verkefni gríðarstór og aðgerðir til að verja þessa hagsmuni verða að ganga hönd í hönd. Upp á það hefur vantað. Hvers vegna bað Viðreisn um þessa umræðu? Í ástandi sem þessu er það ekki aðeins réttur þings að eiga samtal við ráðherra hér í þingsal, um forsendur og sviðsmyndir. Það er skylda þingsins að rækja eftirlitshlutverk gagnvart stjórnvöldum. Þetta er grundvallatriði og þessi skylda er enn ríkari nú þegar ljóst er að erfitt ástand er langvarandi. Felst í því einhver afstaða okkar flokks til tiltekinna sóttvarnaraðgerða? Að við teljum þær of harðar eða mildar? Nei, samtalið snýst ekki um það, heldur um upplýsingar og forsendur. Skoðanir um sóttvarnir eru skiptar innan þings eins og annars staðar, eins og raunar kristallaðist í umræðu inni í þingsal áðan. Umræða hefur mikið snúist um samspil sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Lagaleg og pólitísk álitaefni eru fleiri en sóttvarnarlög, heimildir og valdmörk þar. Önnur grundvallarspurning er um samspil þings og ráðherra. Og það er ástæða þess að Viðreisn lagði fram þessa ósk. Þegar þessi kafli sögunnar verður rýndur af sagnfræðingum má það ekki verða niðurstaðan að þingið hafi verið vængstýft í umræðunni, heldur að þingið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu og fengið forsendur til þess að geta gert það. Það er því mikilvægt að ráðherra hafi tekið vel í þessa ósk Viðreisnar. Forsenda þess að Alþingi geti sinnt skyldu sinni um eftirlit er upplýsingagjöf. Ég held því ekki fram að engin umræða hafi átt sér stað en við vitum þó að það hefur fyrst og fremst verið um efnahagsaðgerðir. Það hefur vantað að þingið hafi fengið upplýsingar um forsendur og sviðsmyndir að baki sóttvarnaraðgerðum, en slíkar forsendur hafa áhrif á efnahagsaðgerðirnar. Kraftmiklum sóttvarnaraðgerðum verða að fylgja kraftmiklar efnahagsaðgerðir. Þær verða að vera jafnar að þunga og kynntar til leiks samhliða. Þegar bið eftir efnahagsaðgerðum er löng, eins og verið hefur, þá framkallar það þreytu og jafnvel vonleysi. Löng bið eftir efnahagsaðgerðum er líka til þess fallin að draga úr skilningi og stuðningi við sóttvarnaraðgerðir. Viðreisn beindi því til heilbrigðisráðherra í dag að hún myndi fyrir hönd stjórnarinnar bregðast við þessum athugasemdum. Það getur ekki gengið til lengri tíma að efnahagsaðgerðir dragist né að þær séu ekki í samræmi við þunga sóttvarnaraðgerða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar