„Þau eru að reyna að stela kosningunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 00:25 Trump í pontu í kvöld. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira